Skilaboð fyrirtækja eru mikilvæg. Þau eiga að skila sér úr forstjórastólnum og til allra starfsmanna. Þau eiga að skila sér án misvísunar út til verandi og verðandi viðskiptavina. Cohn & Wolfe hjálpar fyrirtækjum að koma skýrum skilaboðum áleiðis.
Viðskiptavinir fyrirtækja vilja hreinskilna og heiðarlega umfjöllun um vörur og þjónustu umfram annað, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem markaðsrannsóknarfyrirtækið Toluna gerði í júlí í sumar á helstu óskum neytenda. Cohn & Wolfe birti nýverið niðurstöður rannsóknarinnar í skýrslunni The Age of Authenticity.
Könnunin var gerð í 12 löndum eða mörkuðum og voru þar samtals rúmlega 12.000 neytendur beðnir um að merkja hvað þeim finnist nauðsynlegt hjá fyrirtækjum.
Í stuttu máli skiptir það neytendur máli að fyrirtækið, firmað sem vörumerki, miðli skilaboðum sínum alla leið svo þeir upplifi það sama hvenær og hvar sem þeir mæta merkingu þess. Skiptir þar engu hvort þeir eru að borð ost eða taka umbúðirnar af nýjum farsíma, krafan er á heildræna stýringu skilaboða fyrirtækisins sem ná frá skrifstofu forstjóra viðkomandi fyrirtækis sem situr þar í umboði eigenda og niður til starfsmanna og allt inn í vörurnar sem fyrirtækið selur. Á sama tíma þarf fyrirtækið að hlusta á viðskiptavini sína. Skilaboðin eru því alltumlykjandi og samskiptin gagnvirk, þ.e. á báða bóga.
Rík krafa um réttu skilaboðin
Í skýrslu Cohn & Wolfe kemur fram að tveir þættir skili þessari niðurstöðu umfram aðra. Í fyrsta lagi hafi fjármálahrunið valdið því að neytendur geri kröfu um heiðarleika fyrirtækja og að sú krafa skili sér alla leið. Í öðru lagi hafi tæknibyltingin breytt miklu, sér í lagi, snjallsímavæðingin, sem hafi þrýst á forsvarsmenn fyrirtækja að koma hreint fram og leyna neytendur engu. Þess í stað verði þeir að færa á borð neytenda trúverðugar upplýsingar um vörur sínar og eiga í hreinskilnum samskiptum við þá.
Þetta gerum við hjá Cohn & Wolfe
Niðurstöður könnunarinnar eru í samræmi við aðferðafræði okkar hjá Cohn & Wolfe. Ólíkt öðrum stofum sem byggja starf sitt á hefðbundnum markaðsátökum og herferðum, miðast verklag okkar við að mæta þörfum viðskiptavina jafnt og þétt á afmörkuðum þekkingarsviðum.
Nú þegar samkeppnin hefur harðnað og miðlun skilaboða er orðin flóknari og dýrari en áður leiðir okkar nýja hugsun til hagræðis með öðruvísi vinnuaðferðum og aðferðafræði sem miðar að því að koma í veg fyrir misvísandi skilaboð.
Aðferðafræðin kallast heildræn og miðlæg stýring allra skilaboða fyrirtækisins (e. Integrated Corporate Governance Communications). Tilgangur hennar er að ná samþættingu firmamerkis eða vörumerkis (e. brand integraton). Ráðgjöf okkar til fyrirtækja grundvallast á kunnáttu til að nýta kerfisbundið þekkingu og aðferðafræðilega nálgun boðmiðlunar í þágu viðskiptavinarins.
Þótt starfssvið okkar heyri undir almannatengsl, snúa okkar daglegu störf að því að „búa til, viðhalda og styrkja, orðspor viðskiptavina okkar“ á breiðum boðskiptagrunni. Boðmiðlunin tekur mið af þeim markhópum sem í hlut eiga og boðrásunum sem að þeim liggja. Með því að laga skilaboðin hverju sinni að bæði miðli og móttakanda leggjum við grunn að varanlegum árangri.