Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það hefur til dæmisátt sæti í þróunarstjórn ásamt því að njóta aðferðafræðilegs þróunarleyfis innan samsteypunnar, sem þýðir að sú hugmyndafræði sem þróuð er á Íslandi ratar í verkfærakistur netverksins víða um heim.
Á heimsvísu skila störf okkar ekki bara árangri, heldur stuðla að breytingum, skilgreina menningu og byggja upp þekkingu. Við skiljum kraft sköpunargáfunnar og með því að sameina innsýn, hugvit, gögn og tækni sköpum við nýstárlegar hugmyndir sem breyta skilningi í aðgerðir og ástríðu í tilgang, með það að leiðarljósi að þróa viðskiptavini okkar áfram til góðra verka.
BCW er þekkt fyrir framúrskarandi vinnu með þekktustu fyrirtækjum heims ásamt því að vera margverðlaunað á sviði almannatengsla.
Við bjóðum sérhæfða sérfræðiþjónustu í boðskiptum
Við bjóðum sérhæfða þjónustu í boðskiptum og leiðandi nýjungar í jafnt hefðbundinni sem stafrænni miðlun upplýsinga. Við þekkjum ekki aðeins strauma og stefnur samtímans heldur mótum við samtímann sem veitir viðskiptavinum okkar einstaka aðstöðu til stöðugrar þróunar og endurnýjunar hverju sinni.
Þó svo að starfssvið okkar heyri undir almannatengsl, snýst starfsemi okkar um hugmyndasmíði sem byggir upp og styrkir einstaklinga og vörumerki viðskiptavina okkar á breiðum miðlunargrunni. Hjá okkur tekur boðmiðlun og hönnun skilaboða mið af þeim markhópum sem í hlut eiga og með því að aðlaga skilaboðin að bæði miðli og móttakanda, með réttum styrk, leggjum við grunn að varanlegum og áþreifanlegum árangri í þágu þriðja aðila.
Í gegnum samþætta og vandaða stefnumörkun nýtist öflug aðferðafræði okkar á öllum stigum samhæfðrar boðmiðlunar.
Siðferðilegir starfshættir
Við sem störfum hjá Cohn & Wolfe fylgjum ströngum alþjóðlegum siðareglum sem skapa traust á ráðgjöf okkar. Ráðgjöfinni fylgir siðferðileg ábyrgð, heiðarleiki og gagnsæi gagnvart einstaklingnum, fyrirtækjum, stofnunum, samtökum og hagaðilum. Siðferðilegir starfshættir okkar eru grundvallaratriði í ráðgjöfinni þar sem það tryggir viðskiptavinum ávallt fyrsta flokks ráðgjöf sem er byggð á trúnaði og fagmennsku.
Siðferðislega ábyrgir starfshættir okkar í ráðgjöf skapa traust, trúverðugleika og áreiðanleika sem leiðir til árangurs viðskiptavina Cohn & Wolfe.
Úrlausn og greining flókinna viðfangsefna
Ráðgjöf okkar fjallar um að hafa kunnáttu til að nýta þekkingu í þágu þriðja aðila með því að skýra orsakir, benda á afleiðingar, skapa skilning, segja til um árangur og benda á aðgerðir til úrbóta.
Tilgangur sérfræðiráðgjafar Cohn & Wolfe byggist á forsendum hagræðingar í stefnulegu kynningarferli einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og samtaka og kerfisbundnum aðferðafræðilegum vinnubrögðum til verndar og styrktar orðspori þeirra, vöru og/eða þjónustu.
Samstarf okkar og viðskiptavina fjallar í grunninn um það að minnka áhættu í innri og ytri samskiptum þeirra með kerfisbundnum forvirkum aðferðum. Við aðstoðum stjórnarformenn, forstjóra og/eða framkvæmdastjóra í mikilvægri vinnu þeirra við að vernda hlutverk sitt til styrkingar á skipulagi þeirra gagnvart hagaðilum í breyttum, og oft á tíðum óvægnum, heimi mannlegra samskipta.
Auk sérþekkingar hvers ráðgjafa við úrlausn og greiningu flókinna viðfangsefna leitum við jafnframt í þann þekkingarbrunn sem heildin myndar og köllum það samvirkni. Með „samvirknis-konsepti“ okkar og systurfyrirtækja okkar; EssenceMediaCom á Íslandi birtingaráðgjöf og GreyTeam Íslandi rekstarráðgjöf, verður til einstök virðisaukning þar sem samhæfing, tímastjórnun og fjölnýting leikur stórt hlutverk.
Við hjá Cohn & Wolfe Íslandi staðhæfum að við séum einnig best í því að fylgjast með fréttum, umræðum og orðrómum sem getur haft áhrif á okkar viðskiptavini.
Sláðu á þráðinn til okkar eða kíktu í kaffi
Viðskiptavinir Cohn & Wolfe Íslandi fá ótakmarkaðan aðgang að sérfræðiþekkingu í boðskiptum, sem byggir á meira en 30 ára reynslu af samstarfi við stærstu vörumerki heims, efnilegustu nýliðana og allt þar á milli. Sérfræðiþekking og reynsla okkar skilar sér í hnitmiðaðri greiningu og framsetningu á mikilvægustu viðfangsefnum dagsins.
Hafðu samband við okkur er þú vilt frekari upplýsingar um starfsemi.