Skynjaðu. Skildu. Lifðu.
Vertu öðruvísi hugsandi. Hafðu áhrif.
Mannheimurinn er skynheimur. Að skynja og skilja breytileika hans er forsenda þess að geta haft áhrif á strauma og stefnur. Skynjaðu. Skildu. Lifðu. Hafðu áhrif. Við hjá Cohn & Wolfe Íslandi erum áhrifamikil. Öðruvísi hugsandi sérfræðingar Cohn & Wolfe breyta heiminum, hagaðilum til heilla. Heppni er hjónaband markmiða og tækifæra. Komdu með markmiðin. Við skynjum tækifærin. Náum árangri saman.
Viðskiptavinum Cohn & Wolfe Íslandi býðst ótakmarkaður aðgangur að fjölbreyttri aðstoð alþjóðlegra sérfræðinga fyrirtækisins í samhæfðri boðmiðlun. Cohn & Wolfe ráðgjöfin grundvallast á þverfaglegri þekkingu og áratugareynslu af vinnu með helstu fyrirtækjum heims, efnilegustu nýliðunum og allt þar á milli – fortíð er uppsöfnuð framtíð – kunnátta okkar skilar sér í hnitmiðaðri greiningu og framsetningu á mikilvægustu viðfangsefnum morgundagsins.
Stefnumótandi almannatengslaráðgjöf Cohn & Wolfe Íslandi fjallar venjulega um að skilgreina, skýra orsakir, benda á afleiðingar, skapa skilning, segja fyrir um árangur og leggja fram tillögur um aðgerðir til úrbóta.
Velur þú ferli forvarnar eða ferli sjálfsvarnar fyrir rekstur fyrirtækisins?
Manneskjan þroskast frá sjálfsást til samskipta. Almannatengsl, sem kerfisbundin samskiptatækni, þróast eins og annað í samfélaginu. Aukin menntun, aukin siðferðisvitund og aukið sjálfstæði eru t.d. atriði sem nefna má sem drifkraft þróunarinnar.
Kröfur um betri þjónustu eða hentugri vörur aukast að sama skapi. Þess vegna hafa áherslurnar í boðmiðlun og boðskiptum fyrirtækja breyst – og eru að breytast. Það sem núna skiptir máli er að leita að almennu samkomulagi, einskonar samhljóðan „consensus“.
Samhygð, eða fagleg nálgun, samtöl og skoðanaskipti grundvalla nýju tengslaformúluna. Frá sjónarhóli fyrirtækisins er viðskiptavininum boðið að vera þátttakandi í framleiðsluferli eða söluferli fyrirtækisins í stað þess að fyrirtæki ráðskist með eða gefi sér, hugmyndir hans og markmið.
Í stað þess að útlista fyrir viðskiptavininum um ágæti fullmótaðrar hugmyndar, er haft samráð við hann og skipst á upplýsingum. Ný almannatengsl fjalla fyrst og fremst um aukinn skilning, gagnvirkt upplýsingaflæði á milli viðskiptavina og fyrirtækja.
Dæmi um slíkt er t.d. samfélagsvefir fyrirtækja þar sem viðskiptavinir eiga í samræðum við starfsmenn fyrirtækis eða eiga möguleika á að senda inn hugmyndir um betrumbætur á vöru og þjónustu. Val um þrjár samskiptaleiðir.
„Einhliða samskipti“ er áróður og úreld leið til samskipta. Það er ekki „sam“ og „skipti“ í samskiptum án virðingar fyrir forsendum og markmiðum aðila. Áróður er ekki tengsl, ekki í þeim skilningi að þau séu skipti í einhverri mynd eins og við-skipti.
Þörf skapar ekki rétt. Áróður er „ég skipti“, ekki viðskipti, og leiðir til stöðugrar sjálfsvarnar vegna skorts á réttum upplýsingum. Áróður er sjálfsást. Áróður er óhagstæður rekstur enda ekki langlíft fyrirbæri. Þriðja leiðin fjallar um að finna leiðir til að uppfylla markmið beggja aðila/bæði fyrirtækis og viðskiptavina.
Markmiðabundin, reglubundin, skipulögð samskipti eru hagstæðari rekstrarfyrirkomulag og bestu forvarnirnar gegn áróðri, misskilningi og mistökum. Réttar upplýsingar og nægjanlegt gagnsæi, kemur mönnum á orðsporið. Sátt verður til. Góður viðskiptavinahópur verður raunverulegur.
Nýja tengslaformúlan, nýju almannatengslin, byggja á gildum eða grunnbreytum sem skapa: traust, virðingu, tryggð og umhyggju.Traust er forsenda samvinnu. Samvirknin milli aðila leiðir af sér þau tengsl sem sóst er eftir.
Rétt gögn sem sett eru í rétt samhengi samkvæmt markmiðum aðila eru góðar upplýsingar og forsenda fyrir upplýstri ákvörðun. Tengslin draga nafn sitt af samskiptamarkmiðunum, þ.e. persónulegri þjónustu, góðum viðskiptum og nánum tengslum.
Án skilnings eru engar líkur á vægð. Með auknum skilning myndast þolinmæði gagnvart fagmennskunni og hverju hún áorkar. Fagmennska felur í sér loforð um að nýta sérþekkingu sína og færni í þágu viðskiptavinar eða skjólstæðings og samfélagsins alls.
Í staðinn fyrir þetta loforð er fagmönnum gefið svigrúm og sjálfræði til að rækja skyldur sínar eins og þeir meta best í hverju verkefni fyrir sig. Gæði í samskiptum verða til. Samskiptin þróast hægt og bítandi úr tjáskiptum (persónulegt) í boðskipti (faglegt).
Fagráðgjöf Cohn & Wolfe fjallar venjulega um að skilgreina og skýra orsakir, benda á afleiðingar, skapa skilning, segja fyrir um árangur og leggja fram tillögur um aðgerðir til úrbóta. Kannaðu hvers vegna „forvarnar PR“ er hagstæðara fyrir fyrirtækið þitt.
Boðskiptaarkitektúr – ný og rétt hugsun!
Nú er runnin upp ný tíð – áskorunin kemur frá sveigjanlegum samkeppnisaðilum sem hlusta á kaupandann, neytandann og notandann og aðlaga vörurnar/þjónustuna eftir þörfum þeirra og líta á sig eða vilja líta á sig sem sérstaka samstarfseiningu í samkeppni. Boðmiðlunin og öll boðskipti verða flóknari og dýrari með hverjum degi. Ný hugsun verður að leiða til hagræðis. Við köllum þessa hugsun boðskiptaarkitektúr. Við erum boðskiptaarkitektar.
Boðskiptaarkitektúrinn byggist á:
1) að litið sé á fyrirtækið sem eina samstarfsheild í stað hluta af sjálfum sér,
2) nytsemi viðskipta frekar en boðmiðlun
3) og samhæfingu allra boðskipta og allra boðleiða