Cohn & Wolfe á Íslandi er hluti af WPP Group sem er eitt stærsta fyrirtæki á sviði samhæfðrar boðmiðlunar eða boðskipta á heimsvísu. Við hjá Cohn & Wolfe á Íslandi nýtum fagþekkingu okkar og reynslu til að ná fram áþreifanlegum árangri í þágu þriðja aðila.
Almannatengslafyrirtæki innan WPP samsteypunnar eru meðal virtustu fyrirtækja heims og hafa skarað fram úr ár eftir ár, hvert og eitt innan síns sérfræðisviðs. Þau leggja mikla vinnu í að skapa sér sérstöðu. Holmes Report hefur tekið saman lista yfir öflugustu fyrirtækin í almannatengslum á markaðinum. Á listanum eru mörg fyrirtæki innan WPP samsteypunnar.
Gagnvirk alþjóðleg sérþekking milli ráðgjafa og fyrirtækja innan WPP nýtist vel m.a. fyrir metnaðarfulla sérfræðiráðgjafa hjá Cohn & Wolfe Íslandi. Sérfræðiteymið nýtir sér alþjóðlegt tengslanet WPP og er reglulega í tengslum við erlenda sérfræðiráðgjafa WPP.
Á meðal einkenna fyrirtækja innan WPP er fyrirtækjahugsun (e. corporate thinking) og gagnvirkni (e. interactive). WPP fyrirtæki eru þannig í sérflokki og leiðandi á sínu sviði líkt og Cohn & Wolfe Íslandi er á sínum heimamarkaði.
Í stuttu máli leggur fyrirtækjahugsun í almannatengslum áherslu á stefnumótun, heildræna nálgun við stjórnun opinberra ímynda og samskipta fyrirtækja. Gagnvirknin leggur áherslu á að nýta stafræn verkfæri og gagnvirk samskipti til að taka virkan þátt í samskiptum við hagaðila fyrirtækja. Báðar nálganirnar eru nauðsynlegar fyrir heildstæða og árangursríka stefnu fyrirtækja til að samræma viðleitni sína til samskipta við víðtækari viðskiptaáætlanir og markmið.
Við vörðum leið viðskiptavina okkar
Við hjálpum viðskiptavinum okkar að eiga árangursrík samskipti við hagaðila til að koma í veg fyrir- og bregðast við áskorunum nútímans. Við notum gögn og greiningar, atferlisvísindi og stafræna þátttöku til að þróa niðurstöðumiðaðar herferðir sem gera viðskiptavinum okkar kleift að hagnýta almenningsálit.
Í hnotskurn snúast vel heppnuð almannatengsl um að fanga athygli rétta fólksins á réttum tíma og að rétt sé staðið að öllu. Almannatengsl fjalla að jöfnu um samskipti og hegðun þeirra sem að þeim koma og til þess þarf fagfólk í almannatengslum, það er með öðrum orðum ekki nóg að hafa bara reynslu af fjölmiðlum. Cohn & Wolfe á Íslandi hefur áunnið sér traust hjá viðskiptavinum sem eru margir meðal helstu áhrifavalda samfélagsins.
Hafðu endilega samband við okkur og við liðsinnum þér að varða þína leið!