Orðspor fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka fæst ekki keypt
útgefið

                              „Orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur“ – Hávamál

Orðspor er dýrmætasta eign skipulagsheilda líkt og fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka og byggir á heilindum, heiðarleika og trausti án hvers viðskipti og raunar samskipti væru illmöguleg. Orðspor er viðkvæmt enda beint samhengi á milli orða og athafna þar sem orðsporið byggir á upplifun hagaðila skipulagsheilda. Það sem myndar upplifun hagaðila í garð skipulagsheildar byggir á fyrra og núverandi mati þeirra á frammistöðu skipulagsheildarinnar og hversu vel hefur tekist að skila áreiðanlegum og eftirsóknarverðum árangri með tilliti til vöru, þjónustu, samskipta eða aðgerða skipulagsheildarinnar.

Orðspor verður hvorki til á einum degi né einskis vegna, heldur verður það til á löngum tíma og viðhald þess krefst þolinmæði. Mörg fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök hafa getið sér góðs orðspors yfir tíma einfaldlega með því að gera ekkert rangt um langt skeið. Önnur vinna markvisst í að ávinna sér gott orðspor og flýta þannig fyrir þessu ferli enda hefur orðsporið virði í sjálfu sér. Þannig þróast orðspor skipulagsheildar oftast í gegnum samband við hagaðila hennar og hefur sérstök sérkenni sem erfitt er að líkja eftir. Sérkenni geta verið á borð við tákn og nafn skipulagsheildarinnar ásamt gildum, hefðum, stjórnarháttum, vörum og þjónustu.

Hver er ávinningur orðspors fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka?

Rannsóknir hafa sýnt fram á að fyrirtæki, stofnun eða félagasamtök með gott orðspor eru líklegri til þess að laða að sér nýja viðskiptavini og halda betur í núverandi viðskiptavini.

Gott orðspor getur ýtt undir eftirspurn eftir vörum, þekkingu og þjónustu, laðað að hæfileikaríkt starfsfólk, eflt áhuga innlendra sem og erlendra fjárfesta, stuðlað að meiri framlegð ásamt því að veita skipulagsheild samkeppnisforskot á kröfuhörðum markaði. Sterkt og traust orðspor myndar hluta ímyndar skipulagsheildar og skapar verðmæti  í vörumerki sem opnar tækifæri hagsældar á markaði.

Þeim mun meira sem virði orðspors er, þeim mun viðkvæmara er það.

Með því að skipulagsheild geri enga ranga hluti myndast iðulega gott orðspor með tímanum eins og áður segir. Raunin er önnur ef skipulagsheild verður uppvís að óviðeigandi atvikum eins og lélegum stjórnarháttum, sölu óásættanlegrar vöru eða þjónustu, eða ef skipulagsheild miðlar misvísandi upplýsingum sem ýta undir væntingar sem standast ekki kröfur hagaðila. Upplifun hagaðila gagnvart skipulagsheild getur verið jákvæð eða neikvæð, raunveruleg eða ímynduð. Ef upplifun tiltekins hagaðila gagnvart skipulagsheild er slæm,telst orðspor hennar sömuleiðis slæmt í augum viðkomandi.

Slæmt orðspor skaðar samskipti við hagaðila, þar á meðal starfsfólk skipulagsheildar, viðskiptavini, starfsmenn, fjárfesta og samstarfsaðila. Á heildina litið geta áhrif slæms orðspors verið djúpstæð og víðtæk. Allt frá fjárhagslegum og lagalegum afleiðingum til fyrirtækjamenningar geta afleiðingar laskaðs orðspors gegnsýrt alla þætti starfseminnar.

Neikvæð upplifun hagaðila getur haft keðjuverkandi áhrif sem getur hvatt aðra hagaðila og almenning til þess að endurskoða mat sitt á skipulagsheildinni og getur mögulega leitt til neikvæðra áhrifa.

Það getur verið kostnaðarsamt og tekið langan tíma að bæta orðspor skipulagsheildar. Orðsporshnekkir hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér og eru alltaf sýnilegir almenningi vegna þess hvert eðli orðspors er. Það hefur því óvissu í för með sér og getur jafnvel eyðilagt eða skemmt fyrir árangri skipulagsheildar til lengri tíma.

Það má lítið bregða út af

Lítið má bregða út af þar sem orðspor fyrirtækja, stofnanna og félagasamtaka getur orðið að engu á augabragði. Í nútímanum eru skipulagsheildir berskjaldaðar fyrir samfélagsumræðunni, sem er oft beitt og opinská. Skipulagsheild sem vill gæta að dýrmætu orðspori sínu þarf að meðtaka að hún starfar í sítengdum heimi.

Miðlar hafa auðveldað hagaðilum og almenningi að koma skoðunum sínum áleiðis ef þeir telja þörf á að benda á að eitthvað sé í ólagi hjá skipulagsheildinni eða að stundaðir séu óábyrgir starfshættir. Almenningur, viðskiptavinir, keppinautar og fleiri eru einnig á vissan hátt í hlutverki fjölmiðla þar sem þeir geta dreift fréttum í gegnum samskiptamiðla. Því kann gagnrýni í samfélagsumræðunni að valda skipulagsheildum vandræðum og nú til dags hafa þær sjaldan haft eins litla stjórn á miðlun upplýsinga.

Nútími miðlunar og samskipta er krefjandi

Það getur verið krefjandi og óumflýjanlegur veruleiki í hröðum heimi miðlunar og samskipta að slæmt umtal myndist í garð fyrirtækja, stofnana eða félagasamtaka og orðspor þeirra bíði í kjölfarið hnekki. Til þess að skipulagsheild nái að vaxa og dafna í sífellt flóknari rekstrarumhverfi gæti hún þurft utanaðkomandi sérfræðiráðgjöf á sviði boðmiðlunar og samskipta, uppbyggingu vörumerkja og orðspors. Sérfræðiráðgjafar njóta þess að hafa dýpri þekkingu á og betri yfirsýn yfir mögulegar niðurstöður hvers verkefnis.

Með góðum forvörnum má oft koma í veg fyrir að orðsporshnekkir myndist hjá skipulagsheild, eða minnka áhrif þeirra verulega. Ef gerð eru mistök í rekstri skipulagsheilda sem allir þekkja af góðu einu eru slík mistök yfirleitt fyrirgefin, en aðeins ef rétt er brugðist við. Ef sömu mistök eru gerð í rekstri skipulagsheilda sem enginn þekkir deili á eða hefur jafnvel verið á milli tannanna á fólki áður, verður skaðinn meiri og minni líkur eru á vægð.

Nútíma almannatengsl

Sérfræðingar Cohn & Wolfe stunda nútíma almannatengsl. Við erum sérfræðingar í boðmiðlun og aðstoðum fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök sem vilja bæta samskiptin við þá sem skipta máli; almenning, hluthafa, fjárfesta, fjölmiðla, starfsmenn og aðra hagaðila.

Með sérfræðiaðstoð Cohn & Wolfe ásamt aðferðafræðilegum vinnubrögðum, faglegu hátterni og tryggð okkar fær skipulagsheildin sterkan bakhjarl fyrir hagaðila sína þar sem hún getur í senn styrkt orðspor skipulagsheildarinnar og haldið áfram að skapa verðmæti og hagsæld.

Hafðu samband við okkur er þú vilt frekari upplýsingar um starfsemi okkar. Við tökum vel á móti þér!

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Handaband