Gamlar aðferðir duga ekki „gegn“ Trump
útgefið

Það er ekki ofsögum sagt að stjórnunarstíll nýs forseta Bandaríkjanna sé umdeildur og óvenjulegur. Hann er óhræddur við að segja skoðanir sínar umbúðalaust. Hann notar samfélagsmiðla á borð við Twitter til að skjóta af stað stuttum, snörpum skoðunum sem oft eru frekar óvenjulegar fyrir mann í hans stöðu.

 

Stjórnendur í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af þessum stíl forsetans og hafa byrjað að fara óhefðbundnar leiðir til að búa sig undir að fá tíst beint að sér og fyrirtækjum sínum. Þeir hafa því leitað til ráðgjafa sem vanalega eru nýttir þegar fjandsamlegir fjárfestar ráðast gegn fyrirtækjum. 

Stjórnendur læri að nýta sér stíl Trumps

Boðskiptaráðgjafar og lögmenn hafa ráðlagt viðskiptavinum sínum í hópi stórfyrirtækja að fara að nýta sér þörf Trumps fyrir sigur og finna leiðir til að færa forsetanum fréttir á þann hátt að hann geti eignað sér þær sem sinn persónulega sigur. „Fólk skilur að Donald vill vinna og fyrirtæki verða að læra að spila inn á það,“ sagði lögmaður sem vann fyrir Trump í gjaldþrotamáli sem vakti mikla athygli á 10. áratugnum. 

„Í sinni einföldustu mynd snýst þetta um að athuga hvort þú hefur einhvern tíma sent út tilkynningu sem þú getur endurnýtt svo hún falli að kosningaloforðum forsetans“. Boðskiptaráðgjafar benda á hvernig stjórnendur General Motors (GM) brugðust við tísti frá forsetanum þann 3. janúar þar sem hann hótaði að setja háa skatta á fyrirtækið ef það héldi áfram að flytja inn bíla frá Mexíkó til Bandaríkjanna.

Stuttu eftir tístið tilkynnti GM að það myndi flytja hluta af framleiðslunni í Mexíkó til Bandaríkjanna og hét því að fjárfesta fyrir milljarð bandaríkjadollara í Bandaríkinu og vernda þannig til 1500 störf. Trump lýsti atburðarásinni sem miklum sigri. Í raun hafði fyrirtækið þegar verið að flytja störf frá Mexíkó í nokkurn tíma; GM setti gamlar fréttir í nýjan búning – það er ekkert að því og Trump þakkaði þeim fyrir. 

Stefnuleg fyrirtæki búa sig undir árásir

Þessi stjórnunarstíll nýkjörins forseta er svipar til þess hvernig fjandsamlegir fjárfestar herja á fyrirtæki þar sem þeir hóta því að koma forstjóra frá fylgi þeir ekki kröfum fjárfestisins. Kröfurnar geta verið ýmiss konar – þeir gætu krafist þess að deild innan fyrirtækisins sé lokað eða seld út úr fyrirtækinu, borgaðar séu hærri arðgreiðslur eða að fjárfestirinn fái sæti í stjórn.

Það kemur ekki á óvart að Carl Icahn, hinn frægi fjárfestir sem hefur náð fram breytingum í fyrirtækjum allt frá Apple til AIG eftir að eignast mikinn hluta hlutafjár sé nú einn af aðalráðgjöfum Trump.  „Fyrirtæki eru svo sannarlega að búa sig undir árás á svipaðan hátt og þau búa sig undir árás frá fjandsamlegum fjárfestum; þau eru að setja sér stefnu, ákvarða boðleiðir og aðgerðir á borð við að ákveða hvort eigi að svara tístum,“ sagði einn boðskiptaráðgjafinn á sviði fjármála.

Stefnuleg fyrirtæki reyna að sjá fyrir um árásir. Svokölluð „Leikjaplön“ gera ráð fyrir að að greina málefni sem gætu vakið athygli forsetans, ímynda sér hvað hann myndi segja – eða tísta – og vopna sig með viðeigandi svari. Fyrirtæki verða að skoða veikleika sína mjög vel því allt sem hægt er að skynja, réttilega eður ei, sem svo að það hafi neikvæð áhrif á bandarísk störf, samkeppnishæfni landsins eða þjóðaröryggi er auðvelt skotmark. Hin venjulega sýn á hvernig á að skoða stefnu og áhættu í Bandaríkjunum á ekki lengur við. A.m.k. ekki í bili.

Á þetta aðeins við um Bandaríkin en ekki Ísland? Svar: Nei.

 

Nýjast á Úlfaslóð

Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Um miðlun hins opinbera á upplýsingum og málpípuorgelin

Í byrjun ágúst varð deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, fyrrverandi blaðamaður, fyrir gagnrýni vegna tölvupósts sem sendur var á starfsfólk spítalans sem fjölmiðlar túlkuðu sem tilraun til að hindra samskipti starfsfólksins við fjölmiðlana. Fjölmiðlar tóku þetta eðlilega óstinnt upp en símanúmer Morgunblaðsins og RÚV voru sérstaklega nefnd í tölvupóstinum sem dæmi um símanúmer sem mætti forðast hringingar

smelltu og lestu »
woman in black shirt holding white plastic bottle

Covid-19 jók netnotkun heimsins. Hvað gerðist á Íslandi?

Covid-19 faraldurinn hefur leitt til aukningar á notkun snjalltækja og breyttrar hegðunar fólks á netinu um allan heim. Ísland er engin undantekning en mörg fyrirtæki tóku meðal annars upp heimsendingar, lækkuðu verð og juku úrval vara á netinu svo eitthvað sé nefnt. Þess má geta að 92% landsmanna notuðu Facebook í maí og 70% Youtube

smelltu og lestu »