Gamlar aðferðir duga ekki „gegn“ Trump
útgefið

Það er ekki ofsögum sagt að stjórnunarstíll nýs forseta Bandaríkjanna sé umdeildur og óvenjulegur. Hann er óhræddur við að segja skoðanir sínar umbúðalaust. Hann notar samfélagsmiðla á borð við Twitter til að skjóta af stað stuttum, snörpum skoðunum sem oft eru frekar óvenjulegar fyrir mann í hans stöðu.

 

Stjórnendur í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af þessum stíl forsetans og hafa byrjað að fara óhefðbundnar leiðir til að búa sig undir að fá tíst beint að sér og fyrirtækjum sínum. Þeir hafa því leitað til ráðgjafa sem vanalega eru nýttir þegar fjandsamlegir fjárfestar ráðast gegn fyrirtækjum. 

Stjórnendur læri að nýta sér stíl Trumps

Boðskiptaráðgjafar og lögmenn hafa ráðlagt viðskiptavinum sínum í hópi stórfyrirtækja að fara að nýta sér þörf Trumps fyrir sigur og finna leiðir til að færa forsetanum fréttir á þann hátt að hann geti eignað sér þær sem sinn persónulega sigur. „Fólk skilur að Donald vill vinna og fyrirtæki verða að læra að spila inn á það,“ sagði lögmaður sem vann fyrir Trump í gjaldþrotamáli sem vakti mikla athygli á 10. áratugnum. 

„Í sinni einföldustu mynd snýst þetta um að athuga hvort þú hefur einhvern tíma sent út tilkynningu sem þú getur endurnýtt svo hún falli að kosningaloforðum forsetans“. Boðskiptaráðgjafar benda á hvernig stjórnendur General Motors (GM) brugðust við tísti frá forsetanum þann 3. janúar þar sem hann hótaði að setja háa skatta á fyrirtækið ef það héldi áfram að flytja inn bíla frá Mexíkó til Bandaríkjanna.

Stuttu eftir tístið tilkynnti GM að það myndi flytja hluta af framleiðslunni í Mexíkó til Bandaríkjanna og hét því að fjárfesta fyrir milljarð bandaríkjadollara í Bandaríkinu og vernda þannig til 1500 störf. Trump lýsti atburðarásinni sem miklum sigri. Í raun hafði fyrirtækið þegar verið að flytja störf frá Mexíkó í nokkurn tíma; GM setti gamlar fréttir í nýjan búning – það er ekkert að því og Trump þakkaði þeim fyrir. 

Stefnuleg fyrirtæki búa sig undir árásir

Þessi stjórnunarstíll nýkjörins forseta er svipar til þess hvernig fjandsamlegir fjárfestar herja á fyrirtæki þar sem þeir hóta því að koma forstjóra frá fylgi þeir ekki kröfum fjárfestisins. Kröfurnar geta verið ýmiss konar – þeir gætu krafist þess að deild innan fyrirtækisins sé lokað eða seld út úr fyrirtækinu, borgaðar séu hærri arðgreiðslur eða að fjárfestirinn fái sæti í stjórn.

Það kemur ekki á óvart að Carl Icahn, hinn frægi fjárfestir sem hefur náð fram breytingum í fyrirtækjum allt frá Apple til AIG eftir að eignast mikinn hluta hlutafjár sé nú einn af aðalráðgjöfum Trump.  „Fyrirtæki eru svo sannarlega að búa sig undir árás á svipaðan hátt og þau búa sig undir árás frá fjandsamlegum fjárfestum; þau eru að setja sér stefnu, ákvarða boðleiðir og aðgerðir á borð við að ákveða hvort eigi að svara tístum,“ sagði einn boðskiptaráðgjafinn á sviði fjármála.

Stefnuleg fyrirtæki reyna að sjá fyrir um árásir. Svokölluð „Leikjaplön“ gera ráð fyrir að að greina málefni sem gætu vakið athygli forsetans, ímynda sér hvað hann myndi segja – eða tísta – og vopna sig með viðeigandi svari. Fyrirtæki verða að skoða veikleika sína mjög vel því allt sem hægt er að skynja, réttilega eður ei, sem svo að það hafi neikvæð áhrif á bandarísk störf, samkeppnishæfni landsins eða þjóðaröryggi er auðvelt skotmark. Hin venjulega sýn á hvernig á að skoða stefnu og áhættu í Bandaríkjunum á ekki lengur við. A.m.k. ekki í bili.

Á þetta aðeins við um Bandaríkin en ekki Ísland? Svar: Nei.

 

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »