Dragðu úr áhættu – gerðu áætlun
útgefið

Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa brugðist við neikvæðum áhrifum vegna viðskiptaþvingana Rússlands, sem koma í kjölfar viðskiptaþvingana vestrænna ríkja gagnvart Rússlandi.

Þau hafa jafnvel mælt fyrir því að íslensk stjórnvöld óski eftir því að landið verði tekið af lista þeirra þjóða sem fordæmi aðgerðir Rússa í Úkraínu. Slíkir séu viðskiptahagsmunir íslenskra fyrirtækja.

Verðmæti útflutnings til Rússlands námu 29,2 milljörðum króna á síðasta ári. Mest er flutt út af uppsjávarfiski, makríl og síld eða sem nemur þriðjungi af heildarútflutningi á uppsjávarfiski, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Ætla má að þetta sé í kringum 5% af heildarverðmæti útflutnings á síðasta ári en hann nam tæpum 590 milljörðum króna árið 2014. Hagstofan útilokar ekki að útflutningsverðmætið til Rússlands geti verið meira þar sem þær fari fari frá Íslandi til Hollands og þaðan til Rússlands.

Þetta eru háar fjárhæðir og mikið í húfi. Forgangsröðun, áætlanagerð og aðgerðir til að draga úr áhættu á skakkaföll í rekstri fyrirtækja skipta miklu máli við þessar aðstæður. Hefurðu gert áætlun?

Afar slæmt af hverfa af markaði

Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, skrifaði grein um málið í Fréttablaðinu í dag. Eins var málið rætt við Jens Garðar Helgason, formann samtakanna, í Morgunblaðinu.

Þeir Kolbeinn og Jens Garðar benda báðir á að alla jafna nái viðskiptabann vestrænna ríkja gagnvart Rússlandi til sölu á hergögnum og frystingu á bankareikningum rússneskra auðkýfinga í öðrum löndum en ekki til sölu á iðnaðarvöru, bifreiðum, tískuvörum og þess háttar. Miklu máli skipti fyrir íslenskt efnahagslíf að fyrirtæki sem selji fisk til Rússlands verði ekki fyrir skakkaföllum enda sjávarútvegur ein af grunnstoðum hagkerfisins ásamt ferðaþjónustu og iðnaði.

Viðskiptabannið getur hæglega varað í 5 til 10 ár. Jens Garðar varar við því og bendir á að það geti haft afar slæmar afleiðingar fyrir íslensk fyrirtæki sem hafi unnið að markaðsstarfi í Rússlandi þegar ekki verði hægt að selja til Rússlands, hvað þá ef það ástand vari í nokkur ár.

Gerðu áætlun

Lengi hefur legið í loftinu að Rússar kynnu að gjalda vestrænum ríkjum í sömu mynt vegna viðskiptaþvingana sem komu í kjölfar hernaðaraðgerða Rússa í Úkraínu. Íslensk fyrirtæki eru aðilar að alþjóðlegum stofnunum og er einhugur innan ríkisstjórnarinnar að styðja viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins og fleiri gegn Rússum.

Þegar aðstæður sem þessar skella á er mikilvægt að hafa lagt grunninn að því sem koma skal, leita annarra markaða, setja eggin í fleiri körfur en eina og dreifa áhættunni. Eins er mikilvægt að gera áætlun til að draga úr áhættu í rekstri fyrirtækja.

Nýttu eldgosaáætlunina

Þegar gaus í Holuhrauni á síðasta ári útbjuggu sérfræðingar Cohn & Wolfe bækling með eldgosaáætlun til að auðvelda forsvarsmönnum fyrirtækja að meta áhættuna sem fyrirtæki þeirra stóð frammi fyrir. Í bæklingnum var farið yfir það hvernig viðkomandi gat sjálfur útbúið sína eigin áætlun til að draga úr áhættu.

Hafðu samband

Ef þú ert ábyrgur stjórnandi fyrirtækis og hefur áhuga á að innleiða áætlun sem þessa hjá þínu fyrirtæki ættir þú að hafa samband við okkur hjá Cohn & Wolfe og fá eintak af bæklingnum. Hafðu samband!

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Handaband