Cohn & Wolfe auglýsir eftir fagmanni til starfa
útgefið

Cohn & Wolfe Íslandi kallar eftir atvinnuumsóknum. Þú vilt takast á við rafræna miðlun á sviði almannatengsla. Vilt læra. Vilt gjarnan fara aðrar leiðir en venjulega í þeim tilgangi að ná betri árangri en aðrir. Og lengra. Þú vilt vinna hjá framsæknu fyrirtæki með skrifstofur um allan heim. Í grein sem er í sífelldri þróun.

Fagmaður í vefþróun,-umsjón og rafrænni hönnun

Í boði er spennandi tækifæri fyrir fjölhæfan einstakling sem getur unnið bæði sjálfstætt og með teymi sérfræðinga. Við leitum að fagmanni á greiningarsvið sem hefur góða þekkingu á vefgerð, vefþróun og hönnun ásamt kunnáttu á vefbestun, hönnunartólum og greiningartækjum.

Réttur einstaklingur er með gott auga fyrir hönnun, góða kunnáttu á myndvinnslu og grafískri hönnun á prenti og á vef. Hann getur haft tæknilega umsjón með útgáfu rafrænna fréttabréfa og html-póstsendingum, eftirfylgni, greiningu og skýrslugerð.

Fagmaður í rafrænni hönnun hefur reynslu af gerð vefauglýsinga, kostaðra tengla, gagnasöfnunar og upplýsingaleitar. Hann er einnig með þekkingu á auglýsingum á samfélagsmiðlum og í gegnum Google Adwords og Spoton með prófunum og árangursmælingum.

Umsækjendur verða að hafa vald á íslensku og ensku. Þekking og reynsla af vefumsjónarkerfunum Joomla og WordPress er nauðsynleg og reynsla af notkun annarra vefumsjónarkerfa er mikilvæg. Þeir þurfa líka að þekkja og kunna á InDesign, Illustrator og Photoshop, HTML5, PHP og CSS. Þekking á PPC auglýsingum, Google Adwords og Spoton er líka nauðsynleg. Kunnátta á gagnavinnslu- og tölfræðiforritum er kostur.

Er þú þessi einstaklingur?

Sendu umsókn og ferilskrá á reykjavik@cohnwolfe.is strax í dag.

Umsóknarfrestur er til og með 17. apríl nk.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Handaband