Forvarnir létta lífið í krísunni
útgefið

Það getur verið erfitt fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök að bregðast hratt við þegar upp kemur krísa í rekstrinum og svo virðist sem allir fjölmiðlar landsins vilji viðtöl, myndir og upplýsingar. En það er ekki minni áskorun að koma skilaboðum á framfæri þegar enginn virðist hafa áhuga á því sem þú hefur að segja.

Fjölmiðlaheimurinn er sífellt að verða flóknari. Fyrir ekki svo löngu stóðu drottnuðu nokkrir risavaxnir fjölmiðlar svo að segja yfir markaðnum. Aðgengi að þeim var tiltölulega gott og lítið mál fyrir forsvarsmenn fyrirtækja að hafa samband.

En nú er landslagið breytt. Í tæknivæddum heimi spretta fjölmiðlar upp eins og sveppir og ekki á allra færi að telja upp helstu fjölmiðlana í landinu. Vissir þú til dæmis að samkvæmt nýjustu upplýsingum Fjölmiðlanefndar eru fjölmiðlar á Íslandi 144 talsins?

Lítil fyrirtæki hafa hvorki þá reynslu og né þekkingu sem þarf til að koma sér á framfæri í fjölmiðlum. Hvað þá að svara fyrir erfið mál. Jafnvel stór fyrirtæki með upplýsingafulltrúa og heilu samskiptasviðin leita reglulega til almannatengla til að aðstoða sig og fá utanaðkomandi sýn á þau mál sem hæst ber hverju sinni.

Nútíma almannatengsl

Hjá Cohn & Wolfe eru stunduð nútíma almannatengsl. Við erum sérfræðingar í boðmiðlun og aðstoðum fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök sem vilja bæta samskiptin við þá sem skipta máli; almenning, hluthafa, fjárfesta, fjölmiðla eða starfsmenn.

Það er liðin tíð að almannatengsl eigi að snúast um viðbrögð við orðnum atburðum. Við erum sérfræðingar í því að kljást við krísur. Besta aðferðin gegn krísum er auðvitað að draga úr eða koma alveg í veg fyrir að þær komi upp. Ef og þegar krísurnar skella á þér draga aðferðir sérfræðinga Cohn & Wolfe úr krafti þeirra og því tjóni sem þær annars gætu valdið.

Í okkar huga eiga almannatengsl að snúast að stórum hluta um forvarnir. Við viljum benda á það sem vel er gert svo fólk læri að meta gæði. Sýna góða eiginleika fyrirtækja, félagasamtaka eða stofnana. Segja frá því góða starfi sem þar er unnið.

Drögum tennurnar úr krísunni

Með góðum forvörnum má oft koma í veg fyrir krísu eða minnka áhrif þeirra verulega. Sérfræðingar Cohn & Wolfe vita hvernig það er gert. Ef gerð eru mistök í rekstri fyrirtækis sem allir þekkja af góðu einu eru slík mistök fyrirgefin. En aðeins ef rétt er brugðist við. Ef sömu mistök eru gerð í rekstri fyrirtækis sem enginn þekkir deili á eða hefur jafnvel verið á milli tanna á fólki áður, þá verður skaðinn meiri og minni líkur á vægð.

Fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök eiga ekki að stinga hausnum í sandinn. Þau eiga að eiga samskipti við almenning. Staðreyndin er nefnilega sú að víða má finna skemmtilegar sögur. Reynslan sýnir að fólk þyrstir í þekkingu. Við svölum þorstanum.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »