Bjórinn er verðmætur
útgefið

Bjórtegundir eru ofarlega á blaði yfir tíu verðmætustu vörumerkin í Mið- og Suður-Ameríku um þessar mundir, samkvæmt nýbirtum Brandz-lista Millward Brown. Af vörumerkjunum tíu verma bjórtegundir fimm sæti en fjarskipta-, fjármála- og smásölufyrirtæki hin fimm.

Skál!

Bjórinn Skol frá Brasilíu er nú um stundir verðmætasta vörumerkið í Mið- og Suður-Ameríku en hann er metinn á 8,5 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði eitt þúsund milljarða íslenskra króna. Það er álíka mikið og helmingurinn af landsframleiðslu Íslands á síðasta ári.

Það voru bjórframleiðendur í Bretlandi, Kanada og Svíþjóð og Belgíu sem sameinuðust um gerð Skol árið 1964 en nafn hans vísar til skandinavíska orðsins skål. Framleiðslan hefur flakkað svolítið á milli fyrirtækja síðan þá en danski bjórrisinn Carlsberg á réttinn að vörumerkinu í dag.

Þetta er fyrsta skiptið sem bjórinn Skol kemst í toppsætið á Brandz-listanum. Athyglisvert er að verðmæti vörumerkisins jókst um hvorki meira né minna en 20% á milli ára og það þrátt fyrir að hægt hafi á hagvexti í Mið- og Suður-Ameríku.

Önnur vörumerki á topp tíu lista Brandz í Mið- og Suður-Ameríku eru bjórmerkið Corona, sem lengi hefur notið vinsælda hér á landi, fjarskiptafyrirtækin Telcel og Televisa, fjármálafyrirtækin Bradesco og Itau og  smásölufyrirtækið Falabela. Þrjár aðrar bjórtegundir eru á Brandz-listanum, en þær eru lítt þekktar hér á landi. Athygli vekur að á sama tíma og verðmæti vörumerkja á Brandz-listanum eykst nokkuð á milli ára dróst það saman um 23% hjá Falabela.

Rannsóknir mikilvægar innan WPP

Það er bandaríska markaðsrannsóknarfyrirtækið Millward Brown sem tekur BrandZ-listann saman á hverju ári fyrir ýmis landsvæði. Millward Brown er hluti af fyrirtækjasamsteypunni WPP. Innan samsteypunnar er almannatengslafyrirtækið Cohn & Wolfe, þar með talið Cohn & Wolfe Íslandi.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Hver erum við? Þetta er það sem við getum gert fyrir þig.

Cohn & Wolfe á Íslandi er útibú frá Burson Cohn & Wolfe (BCW) sem er meðal stærstu alþjóðafyrirtækja á sviði samhæfðra boðskipta. Hjá BCW starfa um 4000 manns í yfir 70 löndum á stærstu markaðssvæðum heims. Samsteypunni er stýrt frá höfuðstöðvunum í New York og hefur útibúið á Íslandi löngum notið samvirkninnar innan samsteypunnar. Það

smelltu og lestu »

Burson Cohn & Wolfe hlaut tvenn Global SABER verðlaun

Burson Cohn & Wolfe (BCW) fagnaði við hátíðlega athöfn í Washington D.C. tvennum Global SABER verðlaunum á PROvoke Global Summit 2023. Fyrirtækið var heiðrað fyrir störf sín með Carlsberg og Honest Egg Co. Global SABER verðlaunin eru veitt 40 bestu almannatengslaherferðunum á heimsvísu af PROvoke Media. „Sunken Bar“ með CarlsbergCarlsberg vildi vekja athygli á hættunni

smelltu og lestu »

Byggjum borg tvö – Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga fram hjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn vill

smelltu og lestu »