Hvert leiða mótmælin á Austurvelli?
útgefið

Forsvarsmenn mótmælanna á Austurvelli á mánudaginn í síðustu viku segja þau hafa orðið til upp úr umræðum á Facebook. Cohn & Wolfe skoðar mótmælin sem samskipti og einblínir á hvernig þeim lauk. Hver eru næstu skref?

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu áætlaði að um 4.500 manns hafi komið saman á Austurvelli síðdegis mánudaginn 3. nóvember. Tilefnið var óljóst en yfirskrift þeirra var að mótmælt væri aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur Kristinsson, einn forsprakka mótmælanna, sagði í samtali við netmiðilinn Vísi mótmælin vera sprottin upp úr umræðu í grasrót sem hvorki tengist sérstökum stjórnmálaflokki né hagsmunahópi.

Að sögn Svavars spruttu mótmælin upp úr færslu hans á Facebook nokkru áður en þau urðu að veruleika. Þar áttu umræður sér stað sem leiddu af sér það skipulag að halda ætti mótmælafund á mánudeginum. Önnur mótmæli voru svo boðuð í framhaldinu viku síðar, þ.e. 10. nóvember. Þau voru af svipuðum meiði.

Ef mótmælin eru skoðuð með gleraugum Cohn & Wolfe út frá stefnu fyrirtækisins þá er bæði upphafið að mótmælunum og næstu skref skoðunarverð. Þó að mótmælin hafi sprottið upp úr litlu og virst skipulagslaus þá þarf svo ekki að vera. Setjum upp gleraugu Cohn & Wolfe.

Hversu kerfisbundið þarf skipulag að vera?

Svo virðist sem mótmælin hafi verið skipulagslaus eða í það minnsta skipulag þeirra laust í reipunum. En óskipulag er skipulag eins og orðið ber með sér og hefur aðeins með hagræðingu bjargráða að gera.

Óskipulag getur því verið gæðaskipulag ef áætlun þess gerir ráð fyrir að sú skipulagsgerð uppfylli hagstætt markmið áætlunarinnar. Allt er þetta spurning um hagræðingu.

Gæði skipulags verður aðeins til á einhverjum tímapunkti sem stjórnast af meginmarkmiðum skipulagsins sem grundvallast á forsendum stefnulegrar áætlunar þess. Árangurinn felst í því hversu vel áætlunin er hugsuð. Með öðrum orðum: Nógu gott er best.

Gæði skipulags hefur svo aðeins áhrif á niðurstöður þ.e. frátak þess þar sem frátakið er takmark skipulagsins, hverju nafni sem það nefnist. Eins og með samskiptin enda er skipulag boðkerfi.

Inntakið (upphafið) þ.e. að mótmæli spruttu upp úr umræðum sem leiddu af sér það skipulag tilheyrir skipulagi stofnunar skipulags. Alveg eins og áætlun um að gera áætlun eða hugmynd um að gera áætlun, einskonar getnaður. Þetta inntak tilheyrir öðru skipulagi semsagt, sem leiðir af sér annað inntak þ.e. inntak sjálfs skipulagsins við/eftir stofnun þess.

Með öðrum orðum: Það skipti ekki máli hvað það var sem fólk vildi koma á framfæri, allir mótmæltu því sem þeim datt í hug að mótmæla. Það að mótmæla er hins vegar umbreytingarferli skipulagsins, framleiðsluferlið. Efnislega skiptir ekki máli hver umbreytingin er svo fremi að takmarkinu er náð.

Mótmælin sem samskipti

Öll samskipti eru tímabundin (þó ekki staðbundin þótt þau eigi sér alltaf stað). Þannig má líta svo á að mótmælin á Austurvelli hafi byrjað sem tegund samskipta og þeim lokið þegar þeim lauk. Cohn & Wolfe rýnir í framhaldið, næstu samskipti, upphaf þeirra, þróun og lok þeirra.
Sem sagt þetta: „Hvað svo?“

Skilgreining Cohn & Wolfe er sú að niðurstaða samskipta er mikilvægari en þau sjálf. Þannig í sjálfum sér eru lok samskipta (í þessu tilviki mótmælanna sjálfra) mikilvægari en upphaf samskiptanna og efnislegt inntak þeirra (málefnið).

Að ljúka samskiptum er erfiðast eins og allir góðir sölumenn sem alltaf þurfa að loka sölu eru meðvitaðir um. Þess vegna má ekki útiloka að boðað verði til enn fleiri mótmæla.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Handaband