Heimsþorpið
útgefið

Við sitjum öll í sömu súpunni ef svo má segja – jörðin er okkar heimur. Við þurfum að hugsa meira um hvað við gerum í dag í stað þess að skjóta ákvörðunum á frest. Þess vegna gerum við allt hvað við getum til að hjálpa viðskiptavinum okkar að gera allt sem þeir geta í þágu okkar allra.

Visthæfni er okkur hugleikin og við reynum að hlífa náttúrunni sem mest við megum. Fyrirtæki WPP vinna að fjölbreyttum verkefnum um allan heim með visthæfni að leiðarljósi.

Höfuðstöðvar Cohn & Wolfe eru í umhverfisvottaðri byggingu við 200 Fifth Avenue í New York. Við höfum innleitt visthæfni sem viðskiptalega breytu sem getur skilað allt að þrefaldri arðsemi.Visthæfni er okkur svo eðlislæg að við ráðum yfir miðstöð rannsókna og þróunar á þessu sviði sem gagnast öllum viðskiptavinum okkar.

Við sýnum reglulega fram á hvaða hlutverk boðskipti gegna í mótun visthæfni til framtíðar. Við skorum á viðskiptavini okkar, fjölmiðla og starfsfólk um heim allan að kynna sér málefnið og velja sér visthæft verkefni með umhverfisáhrif til langs tíma í huga. Verkefni sem snúa að nýsköpun, umbúðum, endurvinnslu, kauphegðun og hráefnisframboði með tilliti til visthæfni.

Cohn & Wolfe hefur einnig unnið pro bono í þágu Kaisei-verkefnisins til langs tíma. Þar leggjum við til tíma, fjármuni og sköpunargáfu til að vekja athygli á „plastsvelgnum“ sem safnast fyrir á straummótum fjögurra meginstrauma í Kyrrahafinu. Plastsvelgurinn er núna tvöfalt stærri en Texas-ríki í Bandaríkjunum.

Plast spillir umhverfi sjávardýra og veldur dauða þeirra. Það eyðileggur vistkerfi og losar hættuleg efni út í náttúruna sem að lokum rata í fæðukeðju okkar. Nýleg rannsókn sýnir að þriðji hver fiskur er með plastefni í maganum. Þátttaka okkar er nauðsynleg svo markmiðið um hreinni sjó og endurvinnanlegar plastumbúðir megi nást. 

Það er ekki einfalt að finna lausn á svona stórum vanda – en það er einmitt þess vegna sem verkefnið höfðaði til okkar. Það þarf djarfa hugsun, sannfærandi rök og róttækar aðgerðir til að leysa vandann. Það er einmitt eitthvað fyrir okkur að ögra okkur sjálfum um leið og við hjálpum öðrum. Þannig er samvirkni sem getur leitt til þrefaldrar ávöxtunar.

Facebook
Twitter
LinkedIn

Nýjast á Úlfaslóð

Handaband