“If you lose dollars for the firm, I will be understanding. If you lose reputation for the firm, I will be ruthless.” - Warren Buffet

Farsælustu stjórnendur heims gera sér grein fyrir mikilvægi orðspors fyrirtækja, og við vitum hvernig á að efla það og vernda.

Orðspor fyrirtækis er fjöregg þess. Með greiðari leið almennings að fjölmiðlum, og ekki síst net- og samfélagsmiðlum, verða fyrirtækin sífellt berskjaldaðri. Hvorki fyrirtæki né auglýsingamiðlar stýra umræðunni lengur. Í þessu opna umhverfi eru það aðgerðir fyrirtækjanna sem tala og því mikilvægt að standa við loforðin. Um þetta þarf hver einasti starfsmaður fyrirtækisins að vera meðvitaður - alltaf.

Hlúa þarf að orðspori fyrirtækja með markvissri stefnumótun, samvinnu og því sem sýnst getur auðvelt í fyrstu en erfitt í reynd; að hlusta, læra og leyfa hugmyndunum að streyma óhindrað fram.

Við könnum hugarfylgsni neytenda og styðjumst þar við aðferðafræðilega nálgun okkar sem byggir á rannsóknum og athugunum til að sjá það sem hinum yfirsést – leiðir sem styrkja vörumerkið og fela um leið í sér sóknarfæri. Hvert er rétta leiðarvalið? Hvaða nálgun hefur ekki verið reynd? Hvaða stefnu ber að taka? Hvernig öðlumst við forskot á markaði?

Steðji ógn að vörumerki þínu, frá fjölmiðlum, hluthöfum, álitsgjöfum, eða hagsmunahópum setjum við í gang aðgerðaáætlun sem felur í sér viðbragðssvörun frá reynslumiklum ráðgjöfum með aðferðafræðilega þekkingu í vopnabúri sínu, frjórri hugsun og réttum ákvörðunum.

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)