Skynsöm fyrirtæki vita að nýmiðlar og stafræn samskipti snúast um að ná fram viðhorfsbreytingu og nánara sambandi við viðskiptavininn. Viðhorfsbreyting er einn af lykilþáttunum sem stuðlar að hjartahlutdeild, þ.e. ánægjulegri upplifun og reynslu af vörum og þjónustu fyrirtækisins. Þessi hlutdeild fæst einungis með því að gera sér grein fyrir hegðun viðskiptavina á net- og samfélagsmiðlum.

Með þessa vitneskju að vopni ná fyrirtæki markmiðum sínum. Þar komum við til sögunnar með beitingu aðferðafræði sem þróuð hefur verið með rannsóknum og óþrjótandi þekkingarþorsta þeirra sem að starfa hjá Cohn & Wolfe. Þannig næst að mynda formgerð samhæfðra boðskipta sem eru í senn frjó og árangursrík.

Við fylgjumst með net- og samfélagsmiðlum í okkar þrotlausu vinnu, af kerfisbundinni þrá, sem eykur skilning okkar á stafrænni hegðun og gefur mikilvæga innsýn í gildis- og verðmætamat neytenda. Við komum auga á tækifæri, við tökum þátt í stafrænum tjáskiptum með efnistökum sem hafa skemmtanagildi. Við miðlum upplýsingum og aukum virðisgildi vöru fyrir viðskiptavini og þannig hlýst aukið vægi á markaði hjartahlutdeildar.

Með nýmiðlum og stafrænum samskiptum hafa átt sér stað stórkostlegar breytingar á landslagi heildrænnar boðmiðlunar. Stafræn samskipti fá sífellt aukið vægi, og sú heimsmynd sem ríkti og einskorðaðist við hina hefðbundnu hliðrænu miðla er óðum að riðlast með síauknu hlutverki stafrænna samskipta í lífi okkar allra.

Við hjá Cohn & Wolfe sköpum fyrirtæki þínu stefnu innan hins stafræna erfðafræðimengis samfélagsmiðlanna og stuðlum þannig að auknum sýnileika þess á netinu.

Vörumerki sem byggð hafa verið upp áratugum saman geta hrörnað á skömmum tíma sé ekki hlúð að þeim, þeim viðhaldið og þau byggð upp á samfélagsmiðlunum, einkum komi upp krísur hjá fyrirtækinu. Vökult auga okkar með umræðunni á net- og samfélagsmiðlum stuðlar að taktískri svörun við tilhæfulausum fullyrðingum sem eru oft rangar eða byggðar á misskilningi.

Snjöll fyrirtæki vita ástæðu þess að þau eru á samfélagsmiðlunum. Þau hafa skilning á tækifærum og áskorunum þeirra, viðhorfum netverja og hvernig stuðla eigi að aukinni þátttöku viðskiptavina sinna bæði í netheimum og í hinu raunverulega lífi.

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)