Vörumerki netþjónustunnar Tencent er efst á lista yfir verðmætustu vörumerkin í Kína um þessar mundir, samkvæmt nýjasta BrandZ-listanum yfir hundrað verðmætustu vörumerkin þar í landi. Vörumerkið er metið á jafnvirði 66 milljarða dala. Í öðru sæti er netverslunin Alibaba, sem margir þekkja.

Talsverðra nýjunga gætir á vörumerkjalistanum þetta árið. Vörumerki kínverska farsímafyrirtækisins China Mobile hefur vermt fyrsta sætið frá því aðstandendur BrandZ-listans tóku hann fyrst saman árið 2011. Verðmæti vörumerkisins er 9% lægra nú en í fyrra og olli breytingin því að fyrirtækið féll niður um tvö sæti á BrandZ-listanum. Tencent hefur aldrei verið í toppsætinu en verðmæti vörumerkisins hefur aukist um 95% á milli ára. Þá er Alibaba einnig nýliði á listanum.

Heildarverðmæti 100 verðmætustu vörumerkja Kína er um 464,2 milljarðar dala eða sem nemur rúmum 61.700 milljörðum íslenskra króna. Það jafngildir um 33-faldri landsframleiðslu Íslands árið 2013. Verðmæti vörumerkjanna í Kína jókst um 59% á milli ára. Annar eins vöxtur hefur ekki sést á byggðu bóli nú um langt skeið. Til samanburðar eru 100 helstu vörumerki heimsins 41% verðmætari nú en í fyrra.

Styrktu vörumerkið

BrandZ-listinn sýnir að fjárfesting í vörumerki fyrirtækja  skilar sér í sterkara og verðmætara fyrirtæki.

Það er markaðsrannsóknarfyrirtækið Millward Brown sem tekur BrandZ-listann saman á hverju ári. Millward Brown er hluti af fyrirtækjasamsteypunni WPP. Fyrirtæki innan WPP vinna náið saman. Innan samsteypunnar er almannatengslafyrirtækið Cohn & Wolfe.

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2015 | cohnwolfe.com | grey.com | yrgrp.com | wpp.com

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)