Cohn & Wolfe og systurfyrirtæki innan WPP-samsteypunnar eru tilnefnd til verðlauna hjá PRWeek. Aðalforstjóri Cohn & Wolfe keppir um titilinn fagmaður ársins.

Niðurstöður PRWeek verða kynntar við hátíðlega athöfn í New York 19. mars næstkomandi.

Í fyrra valdi PRWeek Cohn & Wolfe sem almannatengslafyrirtæki ársins

Cohn & Wolfe  og Burson-Marsteller  eru meðal annars tilnefnd sem almannatengslafyrirtæki ársins (af stóru fyrirtækjunum vestanhafs). Cohn & Wolfe er auk þess tilefnt fyrir markaðsherferð ársins sem unnin var fyrir Panasonic og er með Burson-Marsteller  í flokki fjárfestatengsla. 

Á meðal annarra fyrirtækja sem eru í eigu WPP-samsteypunnar sem PRWeek tilnefnir eru Grey, GCI Health og Ogilvy Public Relations en síðasttalda fyrirtækið er tilnefnt til fjölda verðlauna. 

Cohn Wolfe hefur starfrækt útibú á Íslandi frá árinu 2003 og vinnur náið með systurfyrirtækjum innan WPP-samsteypunnar. Cohn Wolfe rekur 55 skrifstofur í 34 löndum um allan heim. Ísland á sæti í þróunarstjórn Cohn & Wolfe  og nýtur aðferðafræðilegs þróunarleyfis innan samsteypunnar. Það þýðir að sú hugmyndafræði sem er þróun á Íslandi ratar í verkfærakistur Cohn & Wolfe  um allan heim.  

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2015 | cohnwolfe.com | grey.com | yrgrp.com | wpp.com

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)