Virðisaukann er að finna í 
                   réttum upplýsingum, réttri ráðgjöf 

Til að ná árangri í nútímasamfélagi er nauðsynlegt að hafa aðgang að fólki sem hefur skilning á fyrirtækinu þínu og samfélaginu sem það þjónar. Þú þarf að hafa aðgang að samstarfsaðila sem getur greint kjarnann frá hisminu og rutt nýjar og betri brautir fyrir þig og fyrirtækið þitt.

Eins og allir starfsmenn fyrirtækisins myndar hópur af vel gefnum, þrautseigum og skemmtilegum einstaklingum framkvæmdastjórn Cohn & Wolfe. Þeir eru með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu og leggja af einhug mikinn metnað í starf sitt fyrir hönd viðskiptavina okkar.

Leiðandi hugsun (Thought Leadership) heldur utan um útgefin verk, stefnumótun og markmið, álitsgerðir og hagnýtar athuganir ásamt öðrum leiðandi rannsóknum á okkar vegum og sýnir hvaða augum við lítum skapandi boðmiðlun og árangurinn af henni.

Notagildið

Fagmennskan verður aðeins til við samhljóm loforðs um aðgengileika, áreiðanleika og notagildi. Sérfræðiráðgjöf Cohn & Wolfe fjallar venjulega um að skilgreina, skýra orsakir, benda á afleiðingar, skapa skilning, segja fyrir um árangur og leggja fram tillögur um aðgerðir til úrbóta.

Það sem fólk heyrir gleymir það
Þa sem fólk sér minnist það
Það sem fólk gerir skilur það
Það sem fólk skilur gleypir það

Gildin

Gildi Cohn & Wolfe Íslandi eru þrjú: virðing, tryggð og umhyggja. Gildin eru hækjur okkar í mannalegum samskiptum. Við erum viss um að gildin hjálpa okkur, og því fólki sem við eigum samskipti við, til að finna og þróa með okkur þá fjölmörgu eiginleika sem skapa traust. Við trúum því að traustið sé sá grunnur sem til þarf svo góð og hagkvæm viðskipti geti átt sér stað en slíkt getur aðeins orðið að tilstuðlan samvirkni.

Nálgunin

Cohn & Wolfe Íslandi er „kreatíft verkfræðifyrirtæki“ - aðferðarfræðileg sérfræðiaðstoð á sviði boðskipta, boðmiðlunar. Fyrirtækið leggur áherslu á faglega og kerfisbundna nálgun við þau verkefni sem fyrirtækið tekur sér fyrir hendur. Við trúum því að aðeins með aðferðarfræðilegri og kerfisbundinni nálgun sé hægt að mæla árangur - meta ávöxtun þeirra fjármuna sem ákvarðar markmiðin, eða öfugt.

Ábyrgðin

Cohn & Wolfe ber ábyrgð á stefnumótun þeirra skilaboða er lúta að  almannatengslum viðskiptavina stofunnar. Leitar hagkvæmari og virkari boðkerfis, boðrása og boðleiða sem gagnast viðskiptavinum fyrirtækisins hverju sinni. Markmiðið er að fækka misvísandi skilaboðum í heildrænu skilaboðakerfi viðskiptavinarins. Litið er svo á að „viðhorfsbreyting í jákvæða átt“ sé hið endanlega markmið stefnumótandi skilaboða. Heildarsýn er í heiðri höfð hvort sem hún birtist í hefðbundnum ógreiddum miðlum (PR aðferðum, utan- sem innanhúss) eða á öðrum vettvangi greiddrar miðlunar (t.d. auglýsingum). Með fækkun misvísandi skilaboða og fjölnýtingu efnis er rudd leið til hagræðingar og meiri virkni við skilaboðagerð viðskiptavina Cohn & Wolfe.

Cohn & Wolfe leggur áherslu á að starfsmenn fyrirtækisins og viðskiptavinarins kynni sér stefnur og markmið, verklag og aðferðafræði hvor annars og afla sér þannig þeirrar þekkingar sem leiðir til frekari skilvirkni þessa samnings og samstarfsins í heild.

 

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)