Julian Tanner hefur verið ráðinn yfirmaður tæknimiðlunar almannatengslafyrirtækisins Cohn & Wolfe á heimsvísu. Þetta er ný staða innan Cohn & Wolfe.

Undir svið Tanners heyrir tæknimiðlun Cohn & Wolfe og þróunarmál í innleiðingu á tækni á öllum markaðssviðum. Tanner mun jafnframt veita viðskiptavinum Cohn & Wolfe ráðgjöf í tæknimiðlun.

Tanner hefur unnið við almannatengsl og í upplýsingatækni í 30 ár. Hann stofnaði tæknimiðlunar og greiningarfyrirtækið AxiCom árið 1994 en það hefur verið í eigu WPP, móðurfélags Cohn & Wolfe frá árinu 2008. Fyrirtækið sérhæfir sig jafnframt í krísustjórnun, markaðssetningu, staðfærslu og leiðtogaþjálfun. Hann hefur verið forstjóri fyrirtækisins fram að þessu en tekur nú sæti stjórnarformanns.

Hjá Cohn & Wolfe vinna 1.200 manns um allan heim.

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2015 | cohnwolfe.com | grey.com | yrgrp.com | wpp.com

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)