Kunnáttan er höfuðstóll hugmynda. Fáðu þér sæti við gnægtarborð öðruvísi hugsandi.

Cohn & Wolfe er alþjóðlegt fyrirtæki á sviði boðmiðlunarráðgjafar sem vinnur að uppbyggingu vörumerkja og orðspors á nýstárlegan hátt. Stefna Cohn & Wolfe er að nýta þekkingu sína til að ná fram áþreifanlegum árangri.

Cohn & Wolfe grundvallar sérfræðiaðstoð sína á aðferðafræðilegri þekkingu á boðmiðlun og almannatengslum og samstarfi innan samsteypunnar en systurfyrirtækin á Íslandi eru birtingarráðgjöf MediaCom og rekstrarráðgjöf Grey Team Íslandi. Íslenski markaðurinn sækir sífellt meira í stafræna þekkingu erlendis frá en hana er auðvelt að sækja hjá félögunum á Íslandi.

Sérfræðingar Cohn & Wolfe hafa kunnáttu til að nýta þekkingu í þágu þriðja aðila með því að skýra orsakir, benda á afleiðingar, skapa skilning, segja til um árangur og benda á aðgerðir til úrbóta. Við erum öðruvísi hugsandi. Auk þekkingarmiða hvers ráðgjafa við úrlausn og greiningu flókinna viðfangsefna leitum við jafnframt í þann þekkingarbrunn sem heildin myndar.

Uppspretta þekkingarinnar er fyrst og fremst samhæfð stjórnunarháttamiðlun (Integrated Corporate Governence Communications) og einnig stjórnunarháttarrággjöf (CEO protection program), markaðsráðgjöf (Marketing Communications), Integrated Management Communications, Almannatengslaráðgjöf sem er innifalið í Organizations Communications, auglýsingaráðgjöf, samhæfing boðrása sem er hefðbundin miðlun og félagsmiðlun og Cohn & Wolfe intelligence svo eitthvað sé nefnt. 

Skipulagið tekur mið af hámörkun þeirrar samvirkni sem fæst með því að nýta þekkingu þeirra sérfræðinga sem starfa innan vébanda Cohn & Wolfe, ólíkan bakgrunn þeirra og reynslu. Cohn & Wolfe vinnur náið með systurskrifstofum sínum innan WPP-samsteypunnar sem stuðlar að því með markvissum hætti að úrlausn flókinna verkefna verður skilvirkari. Samvirkni ráðgjafa Cohn & Wolfe og aðferðafræði veitir okkur aukið frelsi til að hugsa og frjósamari jarðveg þeirrar þekkingar þannig að afraksturinn einkennist af nýjum sjónarhornum og öðruvísi lausnum í boðmiðlun sem skilar árangri.   

Framundan á Íslandi er sameining Cohn & Wolfe og Burson Marsteller en erlendis er þegar búið að sameina margar skrifstofur undir merkjum Burson Cohn & Wolfe eða BCW en með sameiningunni opnast fjöldi nýrra tækifæra fyrir íslensk fyrirtæki, sér í lagi þeirra sem starfa á erlendum mörkuðum.

Í sögu fyrirtækisins hafa verðlaunaðar herferðir Burson Cohn & Wolfe á sviði markaðsfærslu og innan stafrænna miðla verið aðdráttarafl þekktustu vörumerkja heims. Burson Cohn & Wolfe hefur fengið fjöldan af verðlaunum víðsvegar um heim allan.

Hér má nefna þó nokkur verðlaun einungis fyrir árin 2018 og 2019: WPPED Cream Awards, The Sabre Awards,The One Show Awards, Silver Anvil Awards PRSA, SPINN Awards, PR Week Global Awards, PRmoment Awards, PRISM Awards, PRCA Awards, PRWeek Best places to Work Award, PR News Platinum Awards, MM&M Awards, PR News Top Places to Work in PR, PR News CSR Awards, PR Agency Elite Awards, PR Counsil Diversity Distinctions in PR Award, Holmes Report Top 3 Best Agency to Work For in EMEA, Platinum Hermes Creative Awards, Gold Standard Awards, Fulcrum Awards, IPRA Golden World Awards. 

17 ár á Íslandi

Cohn & Wolfe á Íslandi var stofnað í desember 2002 í Kaupmannahöfn með Mannov Danmörku og Grey Global Group en erlent eignarhaldi hefur alltaf verið grundvallarmálFyrirtækið hefur stöðu útibús. Frá upphafi hefur félagið sérhæft sig í samhæfðri boðmiðlunarráðgjöf sem vinnur að mörkun vörumerkja og orðspors stjórnenda og skipulagsheilda á nýstárlegan hátt. 13 manns starfa hjá samsteypunni sem er til húsa á 16. hæð í Katrínartúni.

Framundan á Íslandi er sameining Cohn & Wolfe og Burson Marsteller en erlendis er þegar búið að sameina margar skrifstofur undir merkjum Burson Cohn & Wolfe eða BCW en með sameiningunni opnast fjöldi nýrra tækifæra fyrir íslensk fyrirtæki, sér í lagi þeirra sem starfa á erlendum mörkuðum.

Fyrirtækið er alþjóðlegt almannatengslafyrirtæki og þekkt fyrir framúrskarandi vinnu með þekktustu fyrirtækjum heims auk þess að vera margverðlaunað. Hjá Burson Cohn & Wolfe starfa 4000 manns í 76 löndum um allan heim. Íslenska útibúinu í Reykjavík er stýrt frá New York og Kaupmannahöfn. Ísland á sæti í þróunarstjórn Cohn & Wolfe ásamt því að njóta aðferðafræðilegs þróunarleyfis innan samsteypunnar sem þýðir að sú hugmyndafræði sem þróuð er á Íslandi ratar í verkfærakistur Cohn & Wolfe víða um heim. Landsstjórar (e. Country Manager) nefnast þeir sem bera ábyrgð á viðkomandi markaðssvæði, eða landsvæði.

Framkvæmdastjóri Cohn & Wolfe Íslandi er Ingvar Örn Ingvarsson. Farsími 898 5107. Netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Cohn & Wolfe Íslandi er stofnað í Kaupmannahöfn árið 2002 með Peter Birgins sem formann stjórnar (DK), Per Frejd (SE) og Guðjón Heiðar Pálsson (IS) sem meðstjórnendur.

Hafðu samband núna

Netfangið þitt:
Viðfangsefni:
Skilaboð:
Hvað er einn plús einn?
 

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2015 | cohnwolfe.com | grey.com | yrgrp.com | wpp.com

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)