Kunnáttan er höfuðstóll hugmynda. Fáðu þér sæti við gnægtarborð öðruvísi hugsandi.

Cohn & Wolfe er alþjóðlegt fyrirtæki á sviði boðmiðlunarráðgjafar sem vinnur að uppbyggingu vörumerkja og orðspors á nýstárlegan hátt. Stefna Cohn & Wolfe er að nýta þekkingu sína til að ná fram áþreifanlegum árangri.

Cohn & Wolfe grundvallar sérfræðiaðstoð sína á aðferðafræðilegri nálgun boðmiðlunar. Sérfræðingar Cohn & Wolfe hafa kunnáttu til að nýta þekkingu í þágu þriðja aðila með því að skýra orsakir, benda á afleiðingar, skapa skilning, segja til um árangur og benda á aðgerðir til úrbóta. Við erum öðruvísi hugsandi. Auk þekkingarmiða hvers ráðgjafa við úrlausn og greiningu flókinna viðfangsefna leitum við jafnframt í þann þekkingarbrunn sem heildin myndar.

Skipulagið tekur mið af hámörkun þeirrar samvirkni sem fæst með því að nýta þekkingu þeirra sérfræðinga sem starfa innan vébanda Cohn & Wolfe, ólíkan bakgrunn þeirra og reynslu. Cohn & Wolfe vinnur náið með systurskrifstofum sínum innan WPP-samsteypunnar sem stuðlar að því með markvissum hætti að úrlausn flókinna verkefna verður skilvirkari. Samvirkni ráðgjafa Cohn & Wolfe og aðferðafræði veitir okkur aukið frelsi til að hugsa og frjósamari jarðveg þeirrar þekkingar þannig að afraksturinn einkennist af nýjum sjónarhornum og öðruvísi lausnum í boðmiðlun sem skilar árangri.   

Í 40 ára sögu fyrirtækisins hafa verðlaunaðar herferðir Cohn & Wolfe á sviði markaðsfærslu og innan stafrænna miðla verið aðdráttarafl þekktustu vörumerkja heims. Árið 2012 var Cohn & Wolfe tilnefndur sem einn af bestu vinnustöðunum vegna sjálfstæði og nýsköpunar fyrirtækisins á sviði markaðsfærslu og miðlunar... annað árið í röð. Árið 2013 var Cohn & Wolfe svo valið almannatengslafyrirtæki ársins hjá fagtímaritinu PRWeek. Hjá Cohn & Wolfe starfa 1100 manns hjá skrifstofum fyrirtækisins í meira en 50 löndum.

Tíu ár á Íslandi

Cohn & Wolfe hefur starfrækt útibú á Íslandi frá árinu 2003 og stendur skrifstofan í Reykjavík einnig á tímamótum þar sem fyrirtækið flutti í byrjun apríl í nýjar höfuðstöðvar í Kringlunni 4-6. Cohn & Wolfe, sem hét áður GCI, er hluti af Grey Global Group, stofnað 1917, og Young & Rubicam Group, stofnað 1927. Cohn & Wolfe Íslandi er hluti af Grey Team Íslandi ásamt MediaCom Íslandi. Starfsmenn samsteypunnar með aðstöðu í Reykjavík eru tólf.

Fyrirtækið er alþjóðlegt almannatengslafyrirtæki og þekkt fyrir framúrskarandi vinnu með þekktustu fyrirtækjum heims auk þess að vera margverðlaunað. Cohn & Wolfe rekur 55 skrifstofur í 34 löndum um allan heim, Grey er með skrifstofur í 83 löndum og Y&R í 91 landi. Íslenska útibúinu í Reykjavík er stýrt frá New York og Kaupmannahöfn. Ísland á sæti í þróunarstjórn Cohn & Wolfe ásamt því að njóta aðferðafræðilegs þróunarleyfis innan samsteypunnar sem þýðir að sú hugmyndafræði sem þróuð er á Íslandi ratar í verkfærakistur Cohn & Wolfe víða um heim. Landsstjórar (e. Country Manager) nefnast þeir sem bera ábyrgð á viðkomandi markaðssvæði, eða landsvæði.

Framkvæmdastjóri (og landsstjóri) Cohn & Wolfe Íslandi er Guðjón Heiðar Pálsson. Farsími 898 5101. Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Cohn & Wolfe Íslandi er stofnað í Kaupmannahöfn 2002. Í stjórn félagsins eru Peter Birgins, formaður, Per Frejd og Guðjón Heiðar Pálsson.

 

 

Hafðu samband núna

Netfangið þitt:
Viðfangsefni:
Skilaboð:
Hvað er einn plús einn?
 

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2015 | cohnwolfe.com | grey.com | yrgrp.com | wpp.com

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)