Cohn & Wolfe bar sigur úr býtum í hugmyndasamkeppni sem fjarskiptafyrirtækið Sony Mobile stóð fyrir í tengslum við markaðsátak í Mið-Austurlöndum. Markmið átaksins er að stórauka markaðshlutdeild fyrirtækisins á þessu markaðssvæði, eða um 100%.

Ghita Ghaemmaghami, yfirmaður samskiptasviðs Sony Mobile, sagði þegar ljóst varð að Cohn & Wolfe hafði hreppt verkefnið. „Við vorum mjög ánægð með þær hugmyndir og áherslur sem teymið frá Cohn & Wolfe kynnti okkur. Þær endurspegluðu ríkan skilning á starfsemi okkar og meginmarkmiðum. Við hlökkum til samstarfsins við fyrirtækið og erum þess fullviss að það verði farsælt nú þegar markaðssókn okkar fyrir svæðið verður ýtt úr vör og nýjar vörur verða kynntar fyrir neytendum.

Kevin Hasler, framkvæmdastjóri Cohn & Wolfe, lýsti einnig yfir tilhlökkun og áhuga á samstarfinu: „Fjarskiptafyrirtækið Sony Mobile er eitt framsæknasta og áhugaverðasta fyrirtækið á fjarskiptamarkaði og við erum stolt af því að hafa verið valin til þess að sjá um almannatengsl og markaðsmál fyrir fyrirtækið í þessum heimshluta.“

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)