Cohn & Wolfe International hefur starfrækt útibú á Íslandi frá árinu 2002 og stendur skrifstofan í Reykjavík einnig á tímamótum þar sem fyrirtækið flutti í byrjun apríl 2013 í nýjar höfuðstöðvar í Kringlunni 4-6, stóra turninn.

Cohn & Wolfe, sem hét áður GCI, er hluti af Grey Global Group, stofnað 1917, og Young & Rubicam Group, stofnað 1927. Cohn & Wolfe Íslandi er hluti af Grey Team Íslandi ásamt MediaCom Íslandi. Starfsmenn samsteypunnar með aðstöðu í Reykjavík eru tólf.

Fyrirtækið er alþjóðlegt almannatengslafyrirtæki og þekkt fyrir framúrskarandi vinnu með þekktustu fyrirtækjum heims auk þess að vera margverðlaunað. Cohn & Wolfe rekur 55 skrifstofur í 34 löndum um allan heim, Grey er með skrifstofur í 83 löndum og Y&R í 91 landi. Íslenska útibúinu í Reykjavík er stýrt frá New York og Kaupmannahöfn. Ísland á sæti í þróunarstjórn Cohn & Wolfe ásamt því að njóta aðferðafræðilegs þróunarleyfis innan samsteypunnar sem þýðir að sú hugmyndafræði sem þróuð er á Íslandi ratar í verkfærakistur Cohn & Wolfe víða um heim.

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)