Vinnustaður fyrir öðruvísi hugsandi

Hvernig er að vinna hjá Cohn & Wolfe? Það hefur sjaldan verið eins spennandi og nú. Þekkingarnetið stækkaði við sameiningu GCI Group og Cohn & Wolfe. Við erum ennþá fleiri, skemmtilegri, reyndari og miklu gáfaðri. Semsagt: hæfari … á alþjóðavísu. Nú erum við í Reykjavík í sambandi við fleiri sérfræðinga og fleiri í sambandi við okkur…vanti eitthvað sem við höfum en þeir ekki - sem gerist oftar en þig grunar!

Við erum sérfræðingar. Cohn & Wolfe ráðgjöfin er varan*. Varan er byggð á aðferðarfræði samhæfðrar boðmiðlunar. Miðlunin spannar öll svið mannlegra samskipta. Frá stefnumótun til aðgerða.

Andrúmsloftið hjá Cohn & Wolfe er jafnþungt og frelsið til að hugsa. Hugsa öðruvísi. Við erum í vinnu hjá viðskiptavinum okkar. Við vinnum að metnaðarfullum verkefnum og stefnum undantekningarlaust að árangri sem telst framúrskarandi. Við vinnum ekki fyrir hvern sem er.

Því má svo bæta við að við erum í hópi þeirra bestu, frumlegustu og framsæknustu í faginu. Hér heima sem annarsstaðar. Ef þú ert öðruvísi hugsandi, þá áttu góða möguleika hjá okkur.

Sendu okkur ferilskrá þína. Segðu okkur að þú sért alþjóðlega hugsandi. Segðu okkur að þú sért þjóðlega hugsandi. Segðu okkur að þú sért samvirkur. Segðu okkur að þú sért sigurvegari. Segðu okkur að þú sért öðruvísi hugsandi.

*Cohn & Wolfe ráðgjöfin fjallar venjulega um að skilgreina, skýra orsakir, benda á afleiðingar, skapa skilning, segja fyrir um árangur og leggja fram tillögur um aðgerðir til úrbóta.

 

Sendu okkur umsókn og upplýsingar um þig á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)