Manst þú lesandi góður hvar þú varst þegar þú heyrðir orðin "Guð blessi Ísland"? Eða hvað þér fannst um Iðnaðarsaltsmálið? Ertu búin að gleyma Fernöndu brennandi í Hafnarfjarðarhöfn?

Manstu frekar eftir Exxon Valdez olíuslysinu fremur en Lockerbie? Krísurnar gera oftast ekki boð á undan sér en það er þess vegna sem almannatenglar telja það best að haga málum þannig að dregið sé úr líkum á krísum með góðum starfsháttum. En það dugar ekki alltaf. Þá verður fólk að hafa hugmynd um hvernig á að takast á við áföll eða, það sem er sennilega skynsamlegast, hafa vit á því að leita sér aðstoðar.

Af hverju skiptir það máli, kynnir þú að spyrja. Jú, áföll eru eins í eðli sínu en það hvernig þau eru meðhöndluð er mjög mismunandi. Það sem er nefnilega líklegast til að gera eitt áfall, eða krísu, minnisstætt er það hvernig samskiptunum var hagað í kjölfar áfallsins. Semsagt, í kjölfar áfalls vegna t.d. upplýsingaleka eða olíuleka getur annað áfall fylgt tengt þeirri óvissu sem fylgir ómarkvissum samskiptum eða jafnvel þögn fyrirtækis sem stafar af þeirri von um að neikvæð umræða deyji út.

Með öðrum orðum, olíu er skvett á eldin með því að svara ekki alvarlegum ásökunum strax, með réttum skilaboðum sem beint er að réttum móttakendum.

Röng skilaboð sem jafnvel er beint að röngum móttakendum geta gert illt verra og valdið gríðarlegum skaða á skömmum tíma. Fyrirtæki missa viðskiptavini, hlutabréfaverð fellur og þá er ótalinn kostnaður við að byggja upp traust á ný. Fyrstu 24 tímarnir í krísu eru afgerandi vegna margföldunaráhrifa allra mistaka sem gerð eru í byrjun. Það kostar semsagt meira að leiðrétta röng skilaboð eftir á, heldur en að gefa sér tíma í rétt skilaboð í byrjun.

Eitt af fyrstu skrefunum ætti að vera að leita utanaðkomandi fagráðgjafar. Annað skrefið ætti að vera það að gera sér grein fyrir því að fólk fyllir í það tómarúm sem skapast þegar fyrirtæki þegir eftir áfall.

Cohn & Wolfe: Neyðaraðstoð - Crisis hotline 24/7/365: +354 8985179

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)