Eitt hið elsta og best þekkta lögmál hagræðinnar snýr að samkeppnishæfni og var þróað í byrjun 19. aldarinnar. Hagfræðinemar læra ástæður fyrir því hvers vegna sum fyrirtæki úthýsa hinum og þessum verkefnum.

Jafnvel þótt starfsmenn fyrirtækisins ynnu tiltekið verk betur og hraðar en allir aðrir gæti það samt borgað sig að úthýsa verkinu og láta einhvern annan annast verkið. Af hverju?

Fyrir hvern klukkutíma gefst möguleiki á tekjum sem ekki væri fyrir hendi ef starfsmenn fyrirtækisins sinntu sjálfir t.d. þeim þáttum sem kæmu ekki beint að sölu dagsins, eins og ákveðnum og fleiri þáttum markaðsvinnunnar. Boðmiðlunin er gott dæmi. Samhæfing hennar er hagræðing.

Ef starfsmenn fyrirtækisins ynnu hinsvegar tiltekið verk verr og hægar en æskilegt þykir þá er úthýsun augljóst hagstæðari kostur. Gæði verka, t.d. markaðsvinnunnar, er að finna í því hversu þverfaglegt, djúpt og mikið er unnið.

Hver króna sem sett er í tiltekin verk hlýtur að eiga skila markmiðabundinni ávöxtun. Hún gerir það ekki ef möguleikum á tekjuöflun fækkar með ónauðsynlegu álagi á starfsmenn fyrirtækisins.

Kannaðu frekar mögulegar úthýsileiðir. Bjargráðin eru til staðar ef rétt stefna leiðir skipulagið.

Skoðaðu þessar síður:

Viðfangsefni Cohn & Wolfe

Mörkun og sköpun Cohn & Wolfe

 

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)