Greininga- og upplýsingasíðan socialbakers.com hefur nú tekið saman lista yfir þau lönd þar sem félagsmiðun fyrirtækja á Facebook er mest og best á 3. ársfjórðungi 2013.

Félagsmiðun er þýðing á socially devoted en það er mælikvarði sem felur í sér nokkra þætti. Þeir eru helstir:

• Hvort fyrirtæki veita aðgengi að sjálfum sér í gegnum félagsmiðla þar sem viðskiptavinir, áhangendur eða fylgismenn geta átt í beinum samskiptum við fyrirtækið.

• Hvort og í hvaða hlutfalli fyrirtæki bregðast við erindum og aðgerðum áhangenda og fylgismanna á félagsmiðlum. Miðað er við 65% svarhlutfall sem ákveðið lágmark.

• Hversu langan tíma tekur fyrirtæki að bregðast við erindum og aðgerðum áhangenda og fylgismanna.

 

Evrópsk og suður-amerísk fyrirtæki eru mest félagsmiðuð

Topp 10 listi yfir félagsmiðuð lönd á 3. ársfjórðungi 2013. Svarhlutfall gefið upp í (%). 

1. Gvatemala (94,88%)

2. Svíþjóð (88,66%)

3. Danmörk (86,86%)

4. Noregur (84,80%)

5. Argentína (83,53%)

6. Holland (78,70%)

7. Perú (78,08%)

8. Bangladesh (76,54%)

9. Þýskaland (75,97%)

10. Suður-Afríka (75,56%)

Hvar bregðast fyrirtæki hraðast við?

Á félagsmiðlunum gerast hlutirnir hratt og líftími skilaboða er stuttur. Því er mikilvægt að bregðast hratt við.

Topp 10 listi yfir þau lönd þar sem fyrirtæki bregðast hraðast við erindum á félagsmiðlum

1. Gvatemala (21 klst, 40 mín)

2. Pólland (23 klst, 43 mín)

3. Þýskaland (23 klst, 58 mín)

4. Noregur (26 klst, 23 mín)

5. Suður-Afríka (27 klst, 35 mín)

6. Kenía (28 klst, 2 mín)

7. Perú (28 klst, 29 mín)

8. Tékkland (28 klst, 58 mín)

9. Bretland (29 klst, 52 mín)

10. Holland (30 klst, 19 mín)

Hvaða fyrirtæki eru mest félagsmiðuð?

Félagsmiðunin á 3. ársfjórðungi 2013 er mest hjá símafyrirtækjum, þar á eftir koma smásölufyrirtæki og í 3. sæti eru fyrirtæki sem sýsla með raftæki. Þetta á við bæði á Facebook og Twitter.

Af hverju er Ísland ekki á þessum lista?

Hlutfall almennings á félagsmiðlum á Íslandi er mjög hátt og virkni mikil. Erfitt er að segja af hverju íslensk fyrirtæki komast ekki á listann. E.t.v. er um að kenna skorti á fagmennsku við umsjón félagsvefja.

Þess má geta að hjá þeim fyrirtækjum sem hafa falið Cohn & Wolfe Íslandi umsjón með sínum félagsvefjum er ÖLLUM erindum svarað, yfirleitt innan örfárra klukkustunda.

 

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)