Viðskiptavinir verðlauna fyrirtækjum í síauknum mæli við kaup á vöru og þjónustu sé rekstri þeirra gegnsær samkvæmt nýrri alþjóðlegri könnun sem gerð var af ráðgjafafyrirtækinu Cohn og Wolfe sem birt var nýverið.

Skýrslan náði til 3000 einstaklinga í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kína. Niðurstöður skýrslunnar gáfu til kynna að meira en tveir þriðju af neytendum í þessum löndum álitu heiðarleika og gegnsæi jafnmikilvæg verði og gæðum þegar kaup á vöru eða þjónustu voru íhuguð.

Þessar niðurstöður koma á sama tíma og umfjallanir í fjölmiðlum benda á að víða sé pottur brotinn í starfsháttum fyrirtækja. Í skýrslunni er minnst á hneykslismál í tengslum við vanrækslu gæðamála hjá kínverskum matvælaframleiðendum auk þess álitshnekks  sem bandarískir og breskir bankar máttu þola í kjölfar efnahagshrunsins.

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að meira en þriðjungur áleit að fyrirtækin létu einungis í té þær upplýsingar sem þau væru lagalega skuldbundin til upplýsa. Ríflega fimmtungur áleit að fyrirtækin láti einungis í té þær upplýsingar sem sýni þau í jákvæðu ljósi. 

Og til að undirstrika tortryggni viðskiptavina álitu tæp 17% að fyrirtækin væru ekki nægilega heiðarleg eða skorti gegnsæi í þeirri von að auka hagnað sinn. Það vekur athygli að Apple er álítið það fyrirtæki með mest gegnsæi að mati þeirra Bandaríkjamanna sem tóku þátt í könnuninni þrátt fyrir velþekkta framleiðsluhætti. Almennt standa vörumerki í tæknigeiranum sig vel í Bandaríkjunum þar sem Microsoft, Amazon og Google eru meðal tíu efstu.

Í Kína er svipað uppi á teningnum með tæknifyrirtækin, þau tróna í efstu sætunum. Í Bretlandi álíta neytendur hinsvegar að dagvörur séu þær heiðarlegustu. „Mörg af þessum fyrirtækjum eins og Marks & Spenser, The Co-operative og John Lewis fela í sér notalega tilfinningu eða kennd,“ segir Anthony Hilton fjármálaritstjóri hjá Independent sem rannsóknin vitnar í.

„Fyrir tilstuðlan styrks og frægðar líftíma vörumerkja virðast þau stundum heiðarleg en það þýðir ekki að þau hafi ekki eða muni ekki verða flækt í hneykslismál í tengslum við starfmannahald, framleiðsluhætti eða fjármál.“ 

Skýrslan bendir á að lokum að „viðskiptavinir eru núna betur upplýstir um viðskiptahætti fyrirtækjanna en nokkru sinni fyrr og krefjast í auknu mæli upplýsinga um gildi og hegðun fyrirtækjanna.“

Skilaboð skýrslunnar til stórra vörumerkja eru skýr: fagnið gegnsæi sem aldrei fyrr og viðskiptavinir munu launa ykkur það,“ útskýrir Geoff Beattie, yfirmaður fyrirtækjasamskipta, hjá Cohn og Wolfe. „Jafnvel þótt fyrirtæki vilji sitja á upplýsingum sem gætu skaðað skammtímahagsmuni þess er betra að vera heiðarlegur gagnvart viðskiptavinum og viðurkenna strax mistök. Þau fyrirgefa nefnilega viðskiptavinir, en ekki það að reynt sé að fela þau,“ segir Geoff að lokum.     

 

 

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)