Árið 1970 stofnuðu tveir fyrrverandi blaðamenn, þeir Bob Cohn og Norman Wolfe, almannatengslafyrirtæki í Atlanta í Bandaríkjunum. Í sjálfu sér telst slíkt ekki til tíðinda þar sem fjöldi slíkra fyrirtækja hefur verið stofnaður í Bandaríkjunum undanfarin 40 ár.

Það sem er hinsvegar merkilegt er að litla stofan sem þeir stofnuðu óx frá því að hafa fjóra ráðgjafa og tvo ritara í að verða alþjóðafyrirtæki og útungunarstöð fyrir suma af helstu almannatenglum Atlantaborgar.

Fyrr á þessu ári, 43 árum eftir stofnun fyrirtækisins, valdi tímaritið PR Week Cohn & Wolfe besta almannatengslafyrirtæki Bandaríkjanna og jafnframt í heiminum. Það sem þeir félagar hófu, og það sem mörg okkar hafa unnið að allar götur síðan, varð að fyrirtæki með 62 skrifstofum víðsvegar um heiminn.

Harold Burson, meðstofnandi Burson-Marsteller, stofunnar keypti Cohn & Wolfe á 9. áratugnum. Í kjölfarið hófst ævintýralegur vöxtur fyrirtækisins og í tilefni útnefningarinnar skrifaði hann Bob Cohn um leið og hann kom á framfæri hamingjuóskum: „Þetta er mikill heiður og endurspeglar að mínu mati þá skapandi arfleifð sem þú innleiddir innan fyrirtækisins frá fyrsta degi. Hamingjuóskir eru við hæfi til þín og Norman Wolfe og Jim Overstreet og Bob Hope og annarra sem ég man ekki hvað heita fyrir að planta því fræi sem svo ríkulega hefur blómstrað.“

Bob Cohn hélt upp á áfangann með veislu heima hjá sér og bauð af því tilefni mörgum af helstu samstarfsmönnum sínum gegnum tíðina til þess að halda uppá það sem hann kallaði mótunarár fyrirtækisins, 9. og 10. áratug síðustu aldar.

En sá tími var meira en það. Þetta voru vissulega „mótunarár“ fyrirtækisins með opnun skrifstofa um öll Bandaríkin. En fyrir hundruð af ungum almannatenglum, eins og mín, sem hófu störf hjá fyrirtækinu að loknu námi var Cohn & Wolfe staðurinn þar sem þeir mótuðu sín siðferðilegu viðmið og reistu sínar faglegu stoðir.

Áratugum saman var fyrirtækið útungunarstöð þar sem ungt fólk lagði grunn að þeirri kunnáttu sem það byggði á sinn frama. Þetta snerist ekki bara um það hvernig skrifa átti fréttatilkynningu, undirbúa blaðamannafund eða átta sig á því hve margar servéttur þyrfti fyrir hanastél. Þetta snerist um hina óáþreifanlegu hluti, eins og að fara út fyrir mörkin og koma með eitthvað óvænt og frumlegt og það hvernig ætti að leiðbeina fólki og hvetja það til dáða.

Við bjuggum til viðskiptaáætlanir sem markaðsfærðu vörur og þjónustu viðskiptavina okkar á frumlegan og kerfisbundinn hátt sem tóku útgangspunkt í kjarnastarfsemi/meginmarkmiðum hvers fyrirtækis. Það fól í sér að við fundum leiðir til að selja fleiri kjúklingasamlokur fyrir Chick-fil-A, auka nýtingu hjá Marriott-hótelinu og fjölga gestum á Coca Cola Olympic City.

Við lærðum einnig hvað var í raun mögulegt fyrir Bob Cohn, Norman Wolfe og teymi þeirra. Í hugarfárviðrinu hlustuðum við agndofa á þær frumlegu og nýstárlegu hugmyndir sem endalaust virtust streyma frá höfði Bobs.

Við horfðum á Jim Overstreet og Norman Wolfe ráða fram úr krísum af mikilli fagmennsku, þekkingu og sjálfsöryggi. Auk þess sáum við hvernig þeir byggðu upp og styrktu sambönd við viðskiptavini fyrirtækisins. Fyrirtækin voru ekki bara hjá Cohn & Wolfe í rúmlega tvö ár og leituðu svo á önnur mið. Þau voru hjá Cohn & Wolfe áratugum saman. Það var ótrúlegt að verða vitni að því trausti sem ríkti milli stofunnar og viðskiptavina hennar.

Fyrir mig persónulega eru minningarnar löngu liðinna atburða jafnlifandi nú og þær voru þegar þeir gerðust. Ég man eftir að hafa staðið fyrir framan Coca-Cola Olympic City klukkan þrjú að nóttu árið 1996 meðan á Ólympíuleikunum stóð bíðandi eftir áströlskum fréttamönnum. Eða að hafa keyrt um Washington-ríki árið 1990 með risastórt myndaalbúm og vitanlega jólapartíum Cohn & Wolfe sem voru heitustu jólapartíin á svæðinu.

Hefðin lifir enn. Í dag eru fyrrum starfsmenn Cohn & Wolfe helstu ráðgjafar í sumum af stærstu fyrirtækjum heims, m.a. Coca-Cola, The Home Depot og Wal-Mart. Einn af okkur er framkvæmdastjóri Young & Rubicam, einnar stærstu auglýsingastofum heims. Fjöldinn allur af fremstu auglýsingastofum, markaðsstofum og almannatengslafyrirtækjum, bæði í Atlanta og annarsstaðar í Bandaríkjunum, er stýrt af fólki sem hóf ferilinn hjá Cohn & Wolfe í Atlanta.

Þau eru fá fyrirtækin sem fylgjast með starfsfólki sínu áratugum saman, hvað þá að sameina það 40 árum síðar. Cohn & Wolfe var meira en bara vinnustaður. Það var fjölskylda sem vann hörðum höndum saman, hélt upp á sigra og skvetti ærlega úr klaufunum (nokkuð sem okkur hefur förlast í seinni tíð).

Verðlaunin frá PR Week sýna að andinn lifir áfram. Mótunarárin eru vissulega að baki, en það eru engu að síður spennandi tímar framundan.

Mitch Leff

Cohn & Wolfe sameinaðist GCI Group Grey árið 2008. Íslenska skrifstofan var stofnuð í nafni GCI. Ákveðið var að halda nafni Cohn & Wolfe og aðgreina GCI Health, sem var áður dótturfyrirtæki GCI, frá nýja sameinaða fyrirtækinu. Cohn & Wolfe var upphaflega almannatengslafyrirtæki Young & Rubicam (stofnað árið 1927), ásamt Burson Marsteller og GCI upphaflega almannatengslafyrirtæki Grey Group (stofnað 1917). Grey og Young & Rubicam eru dótturfyrirtæki WPP (wpp.com). Starfsmenn WPP Group eru um 100 þúsund á um 2.000 skrifstofum í 106 löndum og eru 12 með aðstöðu í Reykjavík. WPP er eina alþjóðafyrirtækið sem rekur skrifstofur á Íslandi á sviði boðmiðlunar en fyrir utan Cohn & Wolfe rekur WPP birtingafyrirtækið MediaCom á Íslandi. Grey Team Íslandi er rekstarþjónusta sérfræðifyrirtækja WPP á Íslandi. Eignarhald íslenska útibúsins er vistað hjá Mannov Ogilvy í Danmörku.

 

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)