Oft skýra menn virkni auglýsinga og markmið sem uppbyggjandi feril af sálrænum atburðum þar sem hver nýr atburður er háður þeim fyrri:

1) Fyrsta stigið er að vekja athygli,
2) annað að yfirfæra skilning á því sem skilaboðin fjalla um,
3) þriðja að breyta viðhorfi móttakandans í jákvæða átt og
4) fjórða og endanlega að fá fólk til að kaupa það sem auglýst er. 

Cohn & Wolfe vill hinsvegar ekki skilgreina lið fjögur sem eitt af markmiðum auglýsinga, vegna þess að áhrif auglýsinga á uppfyllingu þessa markmiðs er ekki hægt að mæla sem einangrað fyrirbæri frá áhrifum af öðrum markaðsaðgerðum auglýsandans.

Sem endanlegt og mælanlegt markmið auglýsingaaðgerða stendur eftir breyting á viðhorfi eða sannfæring – áhrif sem mótar jákvæð viðhorf til þeirra vöru sem auglýsing fjallar um og gerir hana þar með eftirsóknarverðari en aðrar vörur (3). 

Virkni allrar boðmiðlunar er mæld og metin út frá viðhorfsbreytingum í samanburði við markmið boðmiðlunarinnar.

Þannig er það nú bara.

Til fróðleiks getum við séð sama ferli frá öðru sjónarhorni, mannlegum samskiptum:

Skýra má virkni samskiptaferlisins og markmið þess sem uppbyggjandi feril af sálrænum atburðum þar sem hver nýr atburður er háður þeim fyrri: fyrsta stigið er að hefja samskiptin, að vekja athygli á báða bóga, annað stigið að yfirfæra skilning á því sem samskiptin, skilaboðin fjalla um, þriðja stigið er að breyta viðhorfi í jákvæða átt og fjórða stigið, hið endanlega er að fá mótaðilann til að samþykkja það sem um er rætt, hvað svosem það er.

Endanlegt markmið samskiptanna stendur eftir, sem breyting á viðhorfi eða sannfæringu – áhrif sem mótar jákvæð viðhorf til þess málefnis sem samskiptin fjölluðu um og gerir viðkomandi málefni þar með eftirsóknarverðari.

Gæðin í samskiptum er að finna í eftirtektinni, hversu formleg samskiptin eru.

 

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)