Það er hollt að velta vöngum annað slagið. Þetta skiptið er það fagmennskan. Skoðum fagmennskuna betur. Það virðist ljóst að það er ekki nóg að starfsmenn séu vel menntaðir, með ákveðna sérþekkingu hver og einn.

Við þurfum að æfa okkur á þann hátt að við öðlumst sameiginlega kunnáttu til að nýta þekkinguna í þágu þriðja aðila.

Grundvöllur æfinga eða þjálfunar fyrir fagmennsku er að skilgreina hana í þaula. Ástæðan fyrir því er sú að ef gæði fagmennskunnar eru ekki vel skilgreind er ómögulegt að benda fólki á það sem vel er gert. Það þýðir að fólk á ekki möguleika á að meta gæði fagmennskunnar. Notagildið verður ekki ljóst þeim sem hlut eiga að máli, framleiðandanum, seljandanum né kaupandanum eða viðskiptavininum!

Þetta er einmitt ein skilgreining á C&W ráðgjöfinni: ...að hafa kunnáttu til að nýta þekkingu í þágu þriðja aðila. Þessi þekking sem hér er talað um er samanlögð þekking allra sem að verkefnum koma og sem talin er þörf á fyrir viðkomandi verkefni. Þetta er jafnframt samvirkni í praksís. Það skiptir litlu hvort sem það er "lítið" verkefni til úrbóta í fyrirtækjunum eða stóra verkefnið; sjálf fyrirtækin í stóru og smáu, sem byggir tilvist sína á því að leysa þessi litlu úrbótarverkefni hvert af öðru til virðisaukningar fyrir hagaðila. Það er ekki hægt að æfa sig eða hópinn ef ekki er vitað í hverju á að þjálfa sig, fyrir hvað og hverja, hvenær og hversvegna. Það verður ekkert hvað svo ef skilgreiningar eru ekki til staðar. Engin eftirfylgni.

Tökum Cohn & Wolfe aftur sem dæmi um High-End Companies. Þessi vísindalega nálgun er okkar: Boðmiðlunarráðgjöf Cohn & Wolfe fjallar venjulega um að skilgreina, skýra orsakir, benda á afleiðingar, skapa skilning, segja fyrir um árangur og leggja fram tillögur um aðgerðir til úrbóta. Til að þetta sé nú gerlegt þá þurfum við hjá Cohn & Wolfe að hafa eitthvað mikið meira en einhverja hugmynd um hvað boðmiðlun er í raun og veru til þess að eiga einhvern möguleika á að skilja viðskiptavininn og fjárhagsáætlun hans. Alveg eins og besti sellóleikarinn með sitt eina selló. Hann veit allt um það sem hann ekki veit. Hann semsagt veit hvað gott er – og hvernig gott getur orðið betra! Hann miðlar gæðum þegar hann leikur á sitt selló, einn eða með fleirum. Aðeins við þessar aðstæður er hægt að benda á hvað gott er eða hvað vel er gert. Aðeins þá er hægt að kenna það að meta gæði. Þessar tvær síðustu setningar grundvalla í raun og veru tilvist boðmiðlunar. Þess vegna nýtir hún t.d. pláss fyrir lengri texta í ákveðnum tegundum auglýsinga – ákveðna markmiðabundna miðlun óháð stíldýrkun illa skilgreindra ‚fagmanna‘.

Meira um Cohn & Wolfe vegna þess hversu nálægt það er okkur. Cohn & Wolfe býður uppá ákveðið viðhorf eða móral fyrir ráðgjöfina. Hefur meira að segja nafn: Cohn & Wolfe Spirit of Consulting. Heimspekin er sú að þekking skiptir í raun engu máli ef ekki er fyrir hendi kunnátta til að nýta hana alla í þágu viðskiptavinarins. Við eigum að leggja áherslu á það hvernig við hegðum okkur þegar við veitum ráðgjöfina. Ráðgjafar Cohn & Wolfe tala til dæmis voða mikið og segja aldrei „já vinur“ ef svarið á að vera aðferðafræðilegt nei. Ráðgjafarnir eru mjög brútal. Þessi skilgreinda ráðgjöf er bæði samskiptalega og verklega séð galopin fyrir gagnrýni: hvað er vel gert og hvað ekki - hægt að meta gæði hennar bæði samskiptalega séð og aðferðarfræðilega séð. Þetta er gagnsæi. En einsog áður, þá er aðeins við þessar aðstæður að hægt er að benda á hvað gott er eða hvað vel er gert. Aðeins þá er hægt að læra og kenna það að meta gæði. Með öðrum orðum, meta notagildi þess sem selt er eða keypt er.

Ef við höldum áfram með Cohn & Wolfe. Þetta gerum við m.a. til að 1) gefa okkur alla í framleiðsluna – það að aðstoða viðskiptavininn 2) til að skapa heild, að fá hvern starfsmann Cohn & Wolfe til að ‘framleiða’ tilboðið á svipan hátt og 3) skapa sérstöðu á markaðinum. Svo eitthvað sé nefnt. Samkeppnin fyrir okkur fjallar ekki aðeins um ‚integrated thinking‘, yfirburðar aðferðarfræðilega þekkingu, þekkingu á markaðinum og þekkingu á stefnu og markmiðum viðskiptavina. Þetta allt geta flestir samkeppnisaðilarnir tileinkað sér. Málið snýst ekki síst um sérstæða og stöðuga eiginleika Cohn & Wolfe þjónustunnar – eða hvernig Cohn & Wolfe þjónustan er matreidd og borin fram alla daga. Þetta eiga samkeppnisaðilar erfiðara með að afrita. Þetta á allt við um framsækin íslensk fyrirtæki sem þurfa því augljóslega framsækna ráðgjafa.

 

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)