Julian Tanner hefur verið ráðinn yfirmaður tæknimiðlunar almannatengslafyrirtækisins Cohn & Wolfe á heimsvísu. Þetta er ný staða innan Cohn & Wolfe.

Undir svið Tanners heyrir tæknimiðlun Cohn & Wolfe og þróunarmál í innleiðingu á tækni á öllum markaðssviðum. Tanner mun jafnframt veita viðskiptavinum Cohn & Wolfe ráðgjöf í tæknimiðlun.

Tanner hefur unnið við almannatengsl og í upplýsingatækni í 30 ár. Hann stofnaði tæknimiðlunar og greiningarfyrirtækið AxiCom árið 1994 en það hefur verið í eigu WPP, móðurfélags Cohn & Wolfe frá árinu 2008. Fyrirtækið sérhæfir sig jafnframt í krísustjórnun, markaðssetningu, staðfærslu og leiðtogaþjálfun. Hann hefur verið forstjóri fyrirtækisins fram að þessu en tekur nú sæti stjórnarformanns.

Hjá Cohn & Wolfe vinna 1.200 manns um allan heim.

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2015 | cohnwolfe.com | grey.com | yrgrp.com | wpp.com

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)