Danski skartgripaframleiðandinn Pandora hefur samið um að Cohn & Wolfe sjái um almannatengsl fyrirtækisins. Hlutabréf Pandora eru skráð í kauphöllinni í Kaupmannahöfn og er fyrirtækið með starfsemi í meira en 80 löndum. Þar á meðal er Ísland. 

Cohn & Wolfe er í eigu fyrirtækjasamstæðunnar WPP og hefur starfað á Íslandi frá árinu 2003. Undir henni eru jafnframt auglýsingastofan Grey í New York í Bandaríkjunum og fjölmiðlafyrirtækið Maxus og munu fyrirtækin vinna saman að almannatengslum og boðskiptum fyrir Pandora. 

Cohn & Wolfe grundvallar sérfræðiaðstoð sína á aðferðafræði sem kallast heildræn og miðlæg stýring allra skilaboða fyrirtækisins (e. integrated corporate governance communications) en tilgangur hennar er að ná samþættingu firmamerkis eða vörumerkis (e. brand integration). 

Ráðgjöf sérfræðinga Cohn & Wolfe grundvallast á kunnáttu til að nýta kerfisbundið þekkingu og aðferðafræðilega nálgun boðmiðlunar í þágu viðskiptavinarins. Boðmiðlunin tekur mið af þeim markhópum sem í hlut eiga og boðrásunum sem að þeim liggja. Með því að laga skilaboðin hverju sinni að bæði miðli og móttakanda er grunnur lagður að varanlegum árangri. 

Jim Joseph, framkvæmdastjóri Cohn & Wolfe í Bandaríkjunum, segir í samtali við PRWeek samvinnu fyrirtækja WPP sýna styrk boðmiðlunar Cohn & Wolfe. 

PRWeek hefur jafnframt eftir Scott Burger, framkvæmdastjóra Pandora í Bandaríkjunum, að fyrirtækið hafi valið Grey í fyrstu. Þar hafi verið mælt með Cohn & Wolfe, sem hafi skilað framúrskarandi verkum fyrir viðskiptavini sína.

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2015 | cohnwolfe.com | grey.com | yrgrp.com | wpp.com

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)