Cohn & Wolfe og systurfyrirtæki innan WPP-samsteypunnar eru tilnefnd til verðlauna hjá PRWeek. Aðalforstjóri Cohn & Wolfe keppir um titilinn fagmaður ársins.

Niðurstöður PRWeek verða kynntar við hátíðlega athöfn í New York 19. mars næstkomandi.

Í fyrra valdi PRWeek Cohn & Wolfe sem almannatengslafyrirtæki ársins

Cohn & Wolfe  og Burson-Marsteller  eru meðal annars tilnefnd sem almannatengslafyrirtæki ársins (af stóru fyrirtækjunum vestanhafs). Cohn & Wolfe er auk þess tilefnt fyrir markaðsherferð ársins sem unnin var fyrir Panasonic og er með Burson-Marsteller  í flokki fjárfestatengsla. 

Á meðal annarra fyrirtækja sem eru í eigu WPP-samsteypunnar sem PRWeek tilnefnir eru Grey, GCI Health og Ogilvy Public Relations en síðasttalda fyrirtækið er tilnefnt til fjölda verðlauna. 

Cohn Wolfe hefur starfrækt útibú á Íslandi frá árinu 2003 og vinnur náið með systurfyrirtækjum innan WPP-samsteypunnar. Cohn Wolfe rekur 55 skrifstofur í 34 löndum um allan heim. Ísland á sæti í þróunarstjórn Cohn & Wolfe  og nýtur aðferðafræðilegs þróunarleyfis innan samsteypunnar. Það þýðir að sú hugmyndafræði sem er þróun á Íslandi ratar í verkfærakistur Cohn & Wolfe  um allan heim.  

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2015 | cohnwolfe.com | grey.com | yrgrp.com | wpp.com

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)