Vörumerki Corona-bjórsins frá Mexíkó er efst á lista yfir verðmætustu vörumerki Suður-Ameríku í ár, á vörumerkjalistanum BrandZ . Þetta er annað árið í röð sem vörumerki Corona  situr í toppsætinu.

Athygli vekur að á BrandZ-listanum yfir 10 verðmætustu vörumerkin eru fimm í matvæla- og drykkjavörugeiranum í Suður-Ameríku. Fjögur þeirra eru í Mexíkó en en þrjú í Brasilíu. Eitt fyrirtækjanna, farsímafyrirtækið Telcel í Mexíkó, er í eigu América Móvil, fyrirtækis Helu Slim, eins ríkasta manns í heimi.

Kláraðist á Íslandi

Corona-bjórinn hefur verið vinsæll hér á landi og á hann sína aðdáendur. Hann var hins vegar ófáanlegur í verslunum ÁTVR í sumar sökum skorts á gleri hjá framleiðanda Corona á fyrri hluta árs og fékkst hann ekki á tímabili í mörgum löndum. Um miðjan september kom fram í tilkynningu frá Vífilfelli, sem er umboðsaðili Corona hér á landi, að reglur ÁTVR komi í veg fyrir að bjórinn fái fulla dreifingu í áfengisverslunum því reglurnar kveði á um að þær vörur sem hafi verið ófáanlegar í ákveðinn tíma detti sjálfkrafa úr vöruúrvali Vínbúðanna. Af þeim sökum þurfi að sækja um reynslusölu á Corona á nýjan leik og fer bjórinn því í takmarkaða dreifingu þar til hann hefur unnið sinn sess hjá ÁTVR.

Bjórgerð og matvælaframleiðsla í sókn

Fram kemur í BrandZ-listanum að Corona er metið á átta milljarða Bandaríkjadali, jafnvirði tæpra 960 milljarða íslenskra króna. Það er 21% meira í dölum talið en fyrir ári. Til samanburðar jókst verðmæti bjórframleiðenda að meðaltali um 13% á milli ára. Verðmæti fyrirtækja í matvælageira og verslun jókst líka á milli ára.

Heildarverðmæti þeirra 50 vörumerkja sem koma fram á listanum öllum, þ.e. yfir 50 verðmætustu vörumerkin í Suður-Ameríku, nemur 129,2 milljörðum dala. Það er 4,5% minna en í fyrra.

Rannsóknir mikilvægar innan WPP

Það er bandaríska markaðsrannsóknarfyrirtækið Millward Brown  sem tekur BrandZ-listann saman á hverju ári fyrir ýmis landssvæði. Millward Brown er hluti af fyrirtækjasamsteypunni WPP. Innan samsteypunnar er almannatengslafyrirtækið Cohn & Wolfe , þar með talið Cohn & Wolfe Íslandi.

 

 

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2015 | cohnwolfe.com | grey.com | yrgrp.com | wpp.com

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)