Nýr sameindarskanni í farsíma mælir efnisþætti áþreifanlegra hluta sem þýðir að skanninn getur mælt líkamsfitu einstaklinga, kaloríufjölda máltíða og hvort að lyfin sem þér voru úthlutuð séu hin réttu.

Kínverski snjallsímaframleiðandinn Changhong hefur nú þróað sérstakan snjallsíma að nafni Changhong H2, sem ólíkt öðrum, er með innbyggðum sameindarskanna.

Sérstakt app er halað niður í snjallsímann. Allar upplýsingar um vöruna birtast þegar búið er að velja vöruflokk eins og ávexti, grænmeti, sælgæti, bakkelsi, lyf o.s.frv.. Eftir að viðeigandi flokkur hefur verið valinn er tekin mynd af þeim hlut sem á að mæla. Mælingarnar birtast síðan í appinu með allskyns áhugaverðum upplýsingum, m.a. um saltmagn, sykurmagn og kaloríufjölda.

Mögulegt er að sjá hversu margar kaloríur eru í ísnum sem þú ert að borða eða hvaða jarðaber eru sætust í búðinni.

Snjallsíminn með sameindarskannanum getur auðveldað mörgum lífið, þá sér í lagi þeim með fæðuóþol eða þeim sem taka lyf.

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)