WPP, móðurfélag Cohn & Wolfe Íslandi, tilkynnir sameiningu Burson-Marsteller og Cohn & Wolfe, sem saman munu mynda Burson Cohn & Wolfe (BCW), eitt stærsta alþjóðlega alhliða boðskiptafyrirtæki heims.

Fyrirtækið býr yfir mikilli sérþekkingu í stjórnendaráðgjöf, stjórnunarháttamiðlun og samhæfðri stafrænni og hefðbundinni boðmiðlun þvert á iðnað og fagsvið.

Sameinað fyrirtæki verður leitt af forstjóranum Donnu Imperato sem nú stýrir Cohn & Wolfe. Don Baer, forstjóri og stjórnarformaður Burson-Marsteller, verður stjórnarformaður sameinaðs félags.

Burson Cohn & Wolfe sameinar sérþekkingu Cohn & Wolfe í sköpunardrifnum skilaboðum samhæfðar boðmiðlunar fyrir fyrirtæki á neytendamarkaði, sáttamiðlun og greiningum við styrkleika Burson-Marsteller í opinbera geiranum, fyrirtækjamarkaði og krísustjórnun og rannsóknum. Hjá alþjóðlegu netverki Burson Cohn & Wolfe verða meira en 4000 starfsmenn á heimsvísu, 10 með aðsetur í Reykjavík. Alls starfa yfir 200.000 manns á yfir 3000 skrifstofum hjá sérfræðifyrirtækjum WPP í 112 löndum.

Guðjón Heiðar Pálsson, framkvæmdastjóri íslenska útibús Cohn & Wolfe og „Country Manager“ fyrir Ísland, fer fyrir sameinuðu félagi hér á landi. Hann er ánægður með breytinguna sem hefur í för með sér aukna samþættingu sérfræðikunnáttu á heimsvísu fyrir Ísland.

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)