Við hjá Cohn & Wolfe veðjum á að Ultra Violet verði litur ársins 2018. Þessi litur hefur margt að segja. Hann miðlar frumleika, hugvitssemi og framúrstefnulegri hugsun sem vísar til framtíðar.

 

Ultra Violet – sem gæti kallast öfga fjólublár á íslensku– er flókinn litur og íhugull. Hann gefur til kynna óræðar víddir alheimsins og forvitni um það sem fram undan er ásamt uppgötvunum um hvar við stöndum í dag. Liturinn vísar til næturhiminsins sem er táknrænn um hvað gæti verið framundan og þrá til að kanna aðra heima en okkar eigin. 

Hinir flóknu fjólubláu litir hafa alltaf verið tákn hliðarmenningar, frjálslyndis og listrænnar snilligáfu. Tónlistarmennirnir Prince, David Bowie og Jimi Hendrix tóku litinn upp á eigin arma og gerðu úr honum ódauðleg listaverk. 

Í gegnum aldirnar hefur fjólublár verið tengdur andlegum málum. Fjólublár er litur aðventunnar og hann er nátengdur núvitund.

Ultra Violet verður litur ársins og mun veita fólki allskyns innblástur á nýju ári. 

 

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)