Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefur verið árlegur viðburður í að verða 20 ár. Þetta er vettvangur til að kynna grasrótina í tónlist, það allra nýjasta í bland við eldra tónlistarfólk, bæði fyrir erlendum umboðsaðilum, dreifingaraðilum og tónlistarspekúlöntum. 

Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útflutningsskrifstofu Íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) sagði í samtali við Ríkissjónvarpið að á hátíðinni og viðburði henni tengdri geti tónlistarfólk og aðrir sem tengist tónlist lært að kynna sig fyrir öðrum og koma tónlist sinni á framfæri. „Við erum að búa til þessi mannlegu samskipti sem eru undirrót allra góðra viðskipta. […] Við gerum betri vettvang fyrir fólk til að kynnast og deila.“

Spurður að því hvort tónlistarhátíðin skili mælanlegum árangri sagði hann svo vera, alltaf komi einhver viðskipti úr út tónlistarhátíðinni. Þar af leiðir: Samskiptin skila arðbærum árangri.

En hvað eru samskipti? 

Sigtryggur skilgreinir mannleg samskipti sem undirrót allra viðskipta. Í raun getur þú ekki komist hjá því að eiga í samskiptum. Það er ómögulegt. Þegar þú þegir þá áttu einnig í samskiptum. Samskipti eru grundvallarmál. 

Það er sama hvað þú segir, þá getur þú ekki tekið samskipti til baka. Áhrifa þeirra mun gæta áfram. Þú getur hinsvegar unnið hægt og rólega á móti áhrifunum með frekari samskiptum. Að því sögðu er betra að halda samskiptum opnum, jafnvel hefja samskipti.

Samskipti eru flókin. En samt er ekkert líf án samskipta. Það er alveg sama hvaða orð þú velur, sama hvort þú brosir eða setur í brýrnar. Túlkunarmöguleikarnir í samskiptum eru svo til endalausir. 

Það getur auðvitað komið upp misskilningur og misvísun í skilaboðum, meira að segja í samskiptum. Þetta getur leitt til þess að viðkomandi málefni sem var tilefnið að samskiptunum fær ekki þá umræðu sem tilgangur og markmið þess sem gerir kröfu um. 

Þegar misskilningur kemur upp verða samskiptin – málefnið sem samtalið fjallaði um – oft endasleppt og þá betur heima setið en af stað farið. 

Fingurkossar eru samskipti

Samskipti eru háð samhengi. Samhengið er margslungið og getur ráðist af meiningu þess sem segir í því samhengi sem hann segir það sem hann segir. 

Dæmi um samhengi: Fingurkoss hefur mismunandi merkingu eftir því hvort móðir fær hann eða maki. Hvað þá fingurkoss sem þú færð frá ókunnugum einstaklingi í gegnum bílrúðu á umferðargötu þar sem þið bíðið í sínum bílnum hvort á rauðu ljósi.

Ný tækni – sömu mannlegu samskiptin

Þrátt fyrir þróun í tækni þá eru samskipti óbreytt. Það skiptir engu máli hvort samskiptin eiga sér stað í tali tveggja einstaklinga eða hvort nýjar boðrásir líta dagsins ljós til að eiga í samskiptum og koma skilaboðum áleiðis. Það skiptir engu þótt þú skrifir tölvupóst til einhvers, opnar vefsíðu eða nýtir þér samfélagsmiðla til að koma skilaboðum þínum áleiðis. Þú átt alltaf í samskiptum. Boðleiðirnar eru aðeins mismunandi. Þótt verkfærin breytist þá er verkið alltaf hið sama. 

Það eina sem hefur breyst er að möguleikunum til að eiga í samskiptum hefur fjölgað. Þú getur átt í samskiptum nánast þegar þér hentar, við þá sem þér hentar. Og þú getur ákveðið að svara ekki skeytum eða færslum á samfélagsmiðlum ef svo ber undir. Þetta eru samskipti.

En aftur að Sigtryggi Baldurssyni og samskiptunum sem snúast um viðskipti. Viðskipti snúast um það að skiptast á einhverju og við einhvern. Þegar þú kaupir bók þá gerirðu það í skiptum fyrir peninga. Tilgangur viðskiptanna er að uppfylla markmið þeirra sem skiptast á.

Samskipti á þessu sviði verða að vera formleg vegna þess að óformleg samskipti eru án augljósra markmiða. Formlegt samtal er virðingin í framkvæmd – skiptir ekki máli hvort aðilar séu efnislega sammála eða ekki.

Með formlegum hætti er hægt að skapa grundvöll fyrir eftirtekt. Það er ekki hægt að taka almennilega eftir ef markmið eru óljós og það á auðvitað við um samskipti. Það mætti segja að af þessum ástæðum séu óljós markmið bæði peninga- og tímasóun í viðskiptum.

Samskipti að hætti Cohn & Wolfe

Hefurðu áhyggjur af því að boð þín komist ekki til skila eða verði misskilin og árangurinn eftir því? Hafðu þá samband við Cohn & Wolfe Íslandi. Hjá Cohn & Wolfe, sem er í eigu WPP, eins af stærstu boðmiðlunarfyrirtækjum í heimi, vinna sérfræðingar í boðmiðlun. Við getum hjálpað þér.

Ertu í vanda eða viltu koma þínu máli á framfæri? Hafðu samband.

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)