Viðskiptalífið hræðist hlátur. Hlátur er óvinur hins formlega því hann afhjúpar hið mannlega. En hlátur er góður. Hann hefur jákvæð áhrif. Hlátur eykur endorfínframleiðslu líkamans, lætur þann sem hlær slaka á og við það dregur úr stressi. Blóðþrýstingur þess sem hlær lækkar. Við það batnar andleg og líkamleg líðan.

Hlátur og gleði eykur hamingju fólks. Það finnur til öryggis. Áhrifin eru jákvæð á heilastarfsemi og sköpunarferlið. Niðurstaðan er jákvæð.

Eric Tsytsylin, aðstoðarframkvæmdastjóri stafrænnar deildar alþjóðlega boðmiðlunarfyrirtækisins WPP, móðurfyrirtækis Cohn & Wolfe Íslandi, hefur rannsakað gleði og hlátur á vinnustað. Hann hefur haldið fjölda fyrirlestra um mikilvægi vinnugleði. Tsytsylin skrifar grein um áhrif húmors í nýjasta tölublað The Wire, tímarits WPP. Þar segir að fólk í skapandi greinum eigi að huga að húmor. Það sé heilbrigðismál. Enda jafnist góður hlátur í hálfa mínútu þar sem hlegið er langt ofan í maga við það að sitja á áravél í líkamsræktarstöð og róa af krafti í þrjár mínútur. 

Kæti bætir!

Tsytsylin vitnar til nokkurra rannsókna máli sýnu til stuðnings. Ein þeirra var gerð við Wharton-háskóla í Bandaríkjunum. Niðurstaðan var sú að hlátur starfsmanna á vinnustað dregur úr spennu og hreinsar andrúmsloftið. Hlátur eykur vinnugleði. Hann tengir fólk saman. Hann eykur traust innan hópsins. Traustið gerir ákvarðanatöku einbeittari og eykur samvirkni. Viltu vita meira um samvirkni? Smelltu hér og lestu um leiðtogahlutverkið.

Náðu alla leið

Cohn & Wolfe á  sína eigin tengslaformúlu sem starfsemin á Íslandi er grundvölluð á. Ráðgjafar Cohn & Wolfe nálgast viðskiptavini sína af virðingu og heilindum og skapa þannig traust. Traustið kallar á aukna samvirkni sem stuðlar að nánum tengslum. Þetta er meginástæða þess að viðskiptavinir Cohn & Wolfe hér heima og erlendis hafa átt í viðskiptum við fyrirtækið um árabil. Góð mannleg samskipti leiða til lífshamingju.  

Ef þú vilt færast nær því að öðlast hamingjusamt líf skaltu lesa þér til um tengslaformúlu Cohn & Wolfe.

 

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)