Heitar umræður hafa skapast um það hvort íslensk stjórnvöld eigi að taka á móti fleiri flóttamönnum en ákveðið hefur verið sem koma til landsins í skugga mikils straums flóttamanna frá Sýrlandi yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 

 

Talið er að fjórar milljónir Sýrlendinga hafi flúið land á síðastliðnum fjórum árum. Það jafngildir 1/6 hluta af íbúum landsins áður en átök brutust þar út. Flestir hafa farið til nágrannaríkja. Á fyrri hluta árs reyndu 137 þúsund flóttamenn frá fleiri löndum að komast yfir Miðjarðarhafið. Um þriðjungur þeirra er talinn vera frá Sýrlandi. Aðrir eru frá ýmsum Afríkuríkjum, Afganistan og fleiri löndum í kring þar sem stríðsátök hafa brotist út. Straumur flóttafólks hefur aukist mikið síðan þá. 

Ríkisstjórnir vestrænna ríkja hafa samþykkt að taka á móti fleiri flóttamönnum en áður vegna þess vanda sem er að skella á Evrópu. Flóttamannastraumurinn hefur aldrei verið meiri en nú í Þýskalandi. Gert er ráð fyrir að 800.000 flóttamenn komi til landsins í ár. 

Ríkisstjórn Íslands hefur jafnframt ákveðið að setja á fót ráðherranefnd til að fjalla um málefni flóttamanna.

Hver borgar?

Móttaka flóttafólks er kostnaðarsöm og umdeild aðgerð. Miðað við upplýsingar Eyglóar Harðardóttur velferðarráðherra nemur árlegur kostnaður við hvern flóttamann 4-5 milljónum króna á ári. Stjórnvöld höfðu áður ákveðið að taka á móti 50 flóttamönnum vegna þeirra aðstæðna sem upp eru komnar. Það kostar 200-250 milljónir króna á ári.

Svíar í vanda

Svíar hafa tekið við miklum fjölda flóttamanna í gegnum árin, hlutfallslega mun fleiri en önnur Evrópuríki. Í hagfræðiúttekt sem unnin var við háskólann í Gautaborg og birt í ársbyrjun nam kostnaður sænska þjóðarbúsins vegna flóttamanna þar í landi 1% af landsframleiðslu árið 2007. Gert er ráð fyrir að hlutfallið verði komið í 1,35% á þessu ári. Ef hlutfall flóttamanna í Svíþjóð og kostnaðurinn þar er færður yfir á Ísland og miðað við landsframleiðslu á síðasta ári þá gæti flóttamannavandinn kostað íslenska þjóðarbúið 26,9 milljarða króna á ári. 

Hugsum stefnulega

Mikilvægt er að skoða málið í þaula og leggja traustan grunn áður en næstu skref eru ákveðin, hvort heldur niðurstaðan er að fjölga þeim flóttamönnum sem Íslendingar ætla að taka við eða ekki.

Til að sátt náist um málið þarf að setja upp stefnu, faglega samskiptastefnu sem nær til flóttafólks en ekki síður til þjóðarinnar. Með samskiptastefnu aukast líkurnar á að sátt náist um málið.

Stefnuleg hugsun verður að vera í forgangi því stefna er gerð til að hagræða takmörkuðum bjargráðum. Spyrja þarf krefjandi spurninga og velta ýmsu fyrir sér. Þar á meðal:

 

A) Hvers vegna vilja Íslendingar eða telja sig geta tekið við fleiri flóttamönnum? 

B) Hver er tilgangurinn

C) Hverjar eru forsendurnar?

C) Hvert er markmið bæði flóttafólks og þeirra sem á móti þeim taka? 

D) Síðast en ekki síst þarf að huga að því hvað gerist svo

E) Hafa aðrir kostir verið skoðaðir sem geta dregið úr flóttamannastraumnum? 

F) Hver er stefnan og hver eru bjargráðin?

 

Drögum úr óvissunni

Cohn & Wolfe beitir aðferðafræðilegum vinnubrögðum og sérhæfir sig í krísustjórnun. Forvirkar aðgerðir Cohn & Wolfe fela í sér leið til sáttar og draga með því úr áhættunni á krísu og auka öryggi viðskiptavina sinna. 

Ertu hræddur um öryggi fyrirtækis þíns, hefurðu áhyggjur af krísum? Hafðu þá samband.

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)