Sá stórmerki atburður er skráður í sögubækur þegar geimfarið New Horizons fór framhjá dvergreikistjörnunni Plútó og sendi útvarpsmerki um ferð sína til vísindamanna á jörðu niðri.

Plútó flokkaðist áður til pláneta og var hún sem slík sú níunda og aftasta í röðinni á eftir Neptúnusi. Aldrei fyrr hafa náðst viðlíka myndir af stjörnunni og með myndavél New Horizons en þær eru mun skarpari og betri en þær sem Hubble-sjónaukinn hefur náð.

Breski eðlisfræðingurinn Stephen Hawking sagði upplýsingarnar sem geimfarið sendi um Plútó og fylgitungl stjörnunnar geta hjálpað mönnum að skilja hvernig sólkerfið varð til.

Áætlun til langs tíma

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) stendur fyrir för New Horizons út í ókannaðan himingeiminn og yfirgaf það Jörðina 19. Janúar árið 2006. Árið eftir að geimfarinu var skotið á loft frá Canaveralhöfða var það komið að Júpíter. Farið nýtti krafta Júpíter til að skjótast hraðar áfram en þaðan náði New Horizons 14.000 km hraða á klukkustund. 

Gangi allt eftir mun New Horizons á næstu fjórum árum kanna Kuiper-beltið svonefnda sem er skífulaga svæði í 4,5 til 7,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá sólu og inniheldur milljónir íshnatta, þeir stærstu um 50 km í þvermál. 

Hlutverki New Horizons lýkur formlega árið 2026 en talið er að könnunarfarið muni virka allt til ársins 2038. Gangi það eftir verður New Horizons við endimörk sólkerfisins.

Hvað ætlarðu að gera?

Geimferðaáætlun NASA og ferð New Horizons út í óravíddir geimsins sýnir að allt er hægt ef gerð er skynsamleg áætlun til langs tíma. 

En eitt er að setja sér markmið og gera áætlun. Annað er að fylgja áætluninni eftir. 

Það krefst þolinmæði.

Þolinmæðina finnurðu hjá Cohn & Wolfe.

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)