Sum fyrirtæki virðast gera allt rétt. Vörumerki fyrirtækisins slær í gegn, viðskiptavinir þess bíða í röðum eftir nýjustu vörunni. Á sama tíma gengur öðrum fyrirtækjum með góðar vörur ekki jafn vel að fóta sig.

Reksturinn gengur illa, viðskiptavinum fækkar og tilvist fyrirtækisins heyrir síðan sögunni til. 

Hverju sætir?

Bandaríska tæknifyrirtækið Apple vermir efsta sætið sem verðmætasta vörumerki heims, samkvæmt niðurstöðum BrandZ-listans sem birtur var nýverið. Google var í toppsætinu á síðasta ári. 

Leitaðu hagræðingar

Í skýrslu bandaríska markaðsrannsóknarfyrirtækisins Millard Brown, sem BrandZ tilheyrir, er leitað skýringa á því hvers vegna einu fyrirtæki vegnar vel en öðru ekki. 

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru meðal annars þær að í harðri samkeppni á markaði og tímum flóknari skilaboða verði að leita nýrrar hugsunar. Til nýrra almannatengsla. Til hugsunar sem leiðir til hagræðis. Ein þeirra leiða er að samhæfa skilaboð innan fyrirtækisins. 

Samhæfð boðmiðlun kemur fyrirtækinu á toppinn

Þessi leið til hagræðingar sem nefnd er í skýrslunni kallast samhæf boðmiðlun (e. integrated corporate governance communications) eða heildræn og miðlæg stýring allra skilaboða fyrirtækisins í því markmiði að minnka misvísun skilaboða. Tilgangurinn er að ná samþættingu firmamerkis eða vörumerkis (e. brand integration). Samþætting næst þegar upplifun viðskiptavina er samskonar hvenær og hvar sem þeir mæta merkinu og er hið endanlega markmið boðmiðlunararkitektúrsins (e. communication architecture). 

Með þetta í huga er engin tilviljun að Apple er verðmætasta vörumerki heims. 

Kynntu þér ráðgjöf Cohn & Wolfe, lestu úlfaslóðina og sjáðu hvernig kaup á ráðgjöf sérfræðinga getur fest fyrirtækið í sessi.

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)