Fólk er alltaf að sjá eftir  einhverju, afsaka sig. Iðrast, biðjast fyrirgefningar. Það er engu líkara en að það sé komið í tísku að vilja gera betur. 

Eftirsjáin og viljinn til að bæta sig er mikilvægur á tímum nútíma miðlunar. Lítið má bregða út af. Þögnin spillir fyrir. En röng skilaboð geta gert illt verra og eyðilagt orðspor fyrirtækis. 

Gleymdu gamla PR-inu

Samkvæmt gömlu almannatengslunum var þögnin best. Hún átti að skila mestu. En sá tími er liðinn. Enda leiðir þögnin til þess að vont ástand verður verra. Krísan dýpkar og leiðin til baka þyrnum stráð. Þögnin er slæm.

Þögnin leiðir fyrirtækið inn í krísu. Röng skilaboð fara á kreik, keppinautar gerast heimildamenn fjölmiðla. 

Þögnin tilheyrir fortíðinni. Nú er mikilvægt að móta viðbrögðin og viljann til að gera betur í samráði við sérfræðinga, ráðgjafa. Þeir vita að í stað þagnar er betra að stíga fram og stýra umræðunni. 

Skapaðu skilning

Hjá alþjóðlega fyrirtækinu Cohn & Wolfe vinna sérfræðingar á sviði boðmiðlunar og samskipta, uppbyggingu vörumerkja og orðspors fyrirtækja. Cohn & Wolfe grundvallar sérfræðiaðstoð sína á aðferðafræðilegri nálgun boðmiðlunar. Sérfræðingar Cohn & Wolfe hafa kunnáttu til að nýta þekkingu í þágu þriðja aðila með því að skýra orsakir, benda á afleiðingar, skapa skilning, segja til um árangur og benda á aðgerðir til úrbóta. 

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)