Cohn & Wolfe og Burson-Marsteller eru leiðandi í uppgjöri alþjóðlega almannatengslafyrirtækisins WPP. Hagnaður fyrirtækisins nam rúmum 1,1 milljarði dala, jafnvirði rúmra 157 milljarða íslenskra króna á síðasta ári. Þetta er 13,8% meiri hagnaður en árið 2013. 

Undir samstæðu WPP eru fjöldi fyrirtækja víða um heim í almannatengslum, ráðgjöf og auglýsingum og hjá þessum fyrirtækjum starfa sérfræðingar í markaðssetningu og krísustjórnun svo fátt eitt sé nefnt. Starfsmenn eru 162 þúsund í 110 löndum. 

Veruleg tekjuaukning hjá Cohn & Wolfe

Í uppgjöri WPP er tekið fram að vöxturinn hafi verið meiri hjá nokkrum fyrirtækjum innan WPP en öðrum. Auk Cohn & Wolfe og Burson-Marsteller eru það H+K Strategies og Ogilvy PR.

Tekjur samstæðunnar námu 11,5 milljörðum dala og er það 9,9% aukning á milli ára. 

Tekjuaukningin Cohn & Wolfe nam til samanburðar 11,5% á milli ára. Haft er eftir Donnu Imperato, forstjóra Cohn & Wolfe að síðasta ár hafi verið það besta í sögu fyrirtækisins. 

Styrkja vörumerkin 

Cohn & Wolfe rekur skrifstofu í Kringlunni í Reykjavík. Fyrirtækið vinnur náið með systurfyrirtækjum innan WPP.

Martin Sorrell, forstjóri WPP, bendir á að þrátt fyrir allt hafi aðstæður á mörkuðum verið krefjandi. Það skýrist einkum af erfiðleikum á evrusvæðinu, efnahagsmálum í Bandaríkjunum og í Bretlandi, óeirðum í Miðausturlöndum og fleiri þáttum. Viðskiptavinir WPP hafi verið varir um sig en einbeitt sér að því að styrkja vörumerki sitt. 

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2015 | cohnwolfe.com | grey.com | yrgrp.com | wpp.com

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)