Reglubundið tilkynna margir almannatenglar, ráðgjafar sem aðrir, að forsvarsmenn eigi að segja satt í samskiptum við fjölmiðla. Skilyrðislaust. Þeir segja að sannleikurinn sé sagna bestur. 

Málefnið er mikilvægt þar sem hugtakið er stór hluti af hversdagsleik okkar og með áhrifaríkustu grundvallarhugtökum sem maðurinn býr yfir. Umræða um sannleikann er eilíf og ótæmandi. Þess vegna krefst umræðan nákvæmni. Einnig þegar rætt er um einstaka þætti.

Almannatenglar, ráðgjafar sem aðrir, ráðleggja forsvarsmönnum að koma til dyranna einsog þeir eru klæddir. 

Er það rétt? Erum við ekki alinn upp við það að klæða okkur og koma svo til dyra? Hver eru þau áætluðu markmið sem liggja að baka krafna um það að fólk eigi skilyrðislaust að segja allt sem satt er? 

Fáir vilja hlusta á þá sem koma naktir eða á naríunum til dyra. Þá er nú betra að klæða sig. 

Á sama hátt og fólk klæðir sig áður en það fer til dyra er mikilvægt að búa sig undir að segja satt. 

Fáðu sérfræðinga Cohn & Wolfe til að hjálpa þér í réttu fötin áður en þú opnar útidyrnar og ferð að segja satt.

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)