Bandaríska sjónvarpsstöðin Discovery var með athyglisvert innslag um Brynjar Karl Birgisson, ellefu ára gamlan einhverfan dreng, í vikunni. Brynjar Karl er svo heillaður af risafleyinu Titanic að í fyrravor hóf hann að setja saman rúmlega sex metra langt líkan af skipinu úr Legó-kubbum.

Íslenskir fjölmiðlar hafa verið duglegir að fjalla um drenginn, sérstaklega fréttavefur Morgunblaðsins, mbl.is. En það hafa líka fleiri gert, svo sem Ríkissjónvarpið (RÚV).

Verkefni Brynjars Karls vakti athygli Lego og kom starfsmaður Lego hingað til lands vegna þessa í maí í fyrra. Morgunblaðið fjallaði jafnframt um heimsóknina.

Fréttir íslensku miðlanna um verkefni Brynjars hafa verið margar. Fréttirnar hafa verið stuttar, hnitmiðaðar og sagan knöpp. Í stuttu máli er hún um einhverfan strák að byggja skip úr Lego-kubbum.

Umfjöllun Discovery var mjög ítarleg og veitti áhorfendum mun meiri upplýsingar um það hvernig Brynjar Karl gat ráðist í það verk að setja skipið saman enda er það ekki á færi allra.

Sterkt bakland

Í umfjöllun Discovery sagði frá því að afi Brynjars er tæknimenntaður, sem gerði honum kleift að vita hvar hægt var að nálgast teikningu af Titanic og skala hana niður í réttum hlutföllum. Þá höfðu aðstandendur Brynjars aðstöðu og rými svo hann geti sett skipið saman.

Til viðbótar hafa bakhjarlar Brynjars, fjölskylda og/eða vinir, þekkingu til að láta vita af verkinu, kynna það út á við.

Brynjar Karl er nefnilega með mjög gagnlega vefsíðu á ensku þar sem hann kynnir verkefnið og leitar stuðnings við það. Þar má nálgast myndbönd af honum og lesa safn frétta af gangi mála. Á síðunni eru jafnframt helstu upplýsingar sem netverja vantar til að styðja Brynjar hvort heldur með fjárframlögum eða Lego-kubbum.

Þessu til viðbótar, sem íslensku miðlarnir hafa ekki sýnt, þá er Brynjar Karl allt annað en sviðshræddur. Þvert á móti virtist hann fullkomlega öruggur í viðtali við erlenda sjónvarpsstöð og óhræddur við að tjá sig á nærri því lýtalausri ensku.

Mamma banna fleiri Lego-verkefni

Við hjá Cohn & Wolfe sáum nokkra kunnuglega þætti sem snúa að verkefni Brynjars Karls. Verkefnið varð að veruleika vegna skipulags, stefnulegrar áætlunar þess sem veit, þekkir, kann og getur. Án þessara þátta er hætt við að lítið hefði orðið úr því – hvað þá að Discovery hafi tekið eftir því.

Umfjöllun Discovery var á jákvæðum nótum. Því var ekki alltaf að skipta hjá íslenskum fjölmiðlum. Þótt þetta verk hafi jákvæð áhrif á Brynjar Karl sögðu þeir móður hans ekki jákvæða fyrir fleiri slíkum verkum, jafnvel banna það . Það virkaði ekki sérlega hvetjandi eftir allt það sem á undan var gengið.

Skilningurinn

Umfjöllun Discovery gefur áhorfendum nægilegt magn upplýsinga sem gefur honum skýra heildarmynd - sem stuðlar að bættum skilningi. Ætla má að skilningurinn gefi áhorfendum færi á að taka upplýsta ákvörðun. 

Íslensku fjölmiðlarnir aftur á móti gáfu áhorfendum ákveðið magn gagna sem þóttu sennilega nógu gagnlegar. Gaf það skýra heildarmynd sem gaf færi á gagnlegri ákvörðun? 

Hvað er annars gagnlegt?

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)