„Big data“ er þekkt hugtak hjá stórfyrirtækjum og nær yfir stórtæka söfnum og vinnslu ganga. Nú hafa minni fyrirtæki líka í auknum mæli að notfært sér þau tækifæri sem falist geta í viðskiptagreind og greiningu stórgagna.

Hvað er „big data“?

Einföld skýring á „big data“ gæti verið að það séu gögn sem eru það viðamikil og/eða safnast upp það hratt að erfitt er að halda utanum þau með hefðbundnum hugbúnaði.

Tölvu- og snjalltækjanotkun er orðinn mjög almenn í dag og framleiðir mannkynið gríðarlegt magn af gögnum. Á hverri mínútu eru sendir 200 milljón tölvupóstar, Google tekur við 2 milljónum leitarskipunum, 48 klukkustundum af myndböndum er hlaðið uppá Youtube og fólk setur inn 685 þúsund stöðufærslur á Facebook.

Allt gerist þetta á hverri einustu mínútum stanslaust allan liðlangan sólarhringinn. Augljóst er að stærð gagnagrunnanna sem halda utanum þetta allt saman er stjarnfræðileg.

Kortlagning hegðunar

Búi fyrirtæki yfir getu og þekkingu til að nýta sér gögn af þessu tagi getur það veitt forskot á markaði með snjöllum lausnum og upplýstari ákvarðanatöku.

Dæmi um hvernig minni fyrirtæki hafa notfært sér „big data” er kortlagning á hegðun viðskiptavina sinna á vefnum. T.d. með því að skoða hvort munur er á því sem netverjar sem sitja við tölvuna heima hjá sér skoða og versla samanborið við þá sem nota snjalltæki og öpp.

Forsvarsmenn minni fyrirtækja geta líka séð hvað er mest lesið á vef fyrirtækisins og hvaða er það sem framkallar mestu viðbrögðin á Facebook? Þeir sjá nokkuð vel hvort fólk finnur það sem það leitar að á vefsíðu fyrirtækisins, hvenær fólk er að skoða vefinn og hvort munu er á hegðun eftir því hvenær sólarhringsins vefurinn er skoðaður.

Þetta er dæmi um viðfangsefni nútíma almannatengsla. Upplýsingar um þetta efni geta smærri fyrirtæki nýtt sér á snjallan og upplýstan hátt.

Til er dæmi um fyrirtæki með netverslun sem gat út frá gagnagreiningu kortlagt kauphegðun viðskiptavina sinna með tilliti til þess hvenær sólarhringsins netverslunin var heimsótt. Byggt á þessari greiningu var hægt að bjóða uppá tímastillt tilboð. Þau juku veltu og sölu á vörum verslunarinnar margfalt á skömmum tíma.

Hagræðing bjargráða

Annað fyrirtæki gerði innkaupin hagkvæmari og skynsamari með því að verða sér úti um réttu gögnin og spyrja réttu spurninganna. Betri nýting hráefna, skynsamlegri nýting starfskrafta og ánægðara og skilvirkara starfsfólk geta verið afleiðingar af snjöllum lausnum viðskiptagreindar.

Greining á notkun hráefna, orku og fleiri þátta, getur einnig leitt hraðar og betur í ljós bilanir eða villur í sjálfvirkum kerfum. Með hefðbundnum aðferðum hefði tekið lengri tíma að komast að rótum vandans og hann uppgötvast síðar. Ágóðinn af því er ótvíræður.

Viðskiptagreind getur einnig nýst smærri fyrirtækjum við að bæta bæði þjónustu og viðskiptavernd. Sum þjónustufyrirtæki fá gjarnan mikið af fyrirspurnum með tölvupósti. Mikilvægt getur verið að svara þeim hratt og vel. Ef hægt er að greina tilhneigingar og mynstur í fyrirspurnum eru líkur til að svörun batni og að málin gangi hraðar fyrir sig.

Viðskiptagreind varpar ljósi á tækifæri

Snilld stjórnenda og hæfni starfsfólk fyrirtækja liggur oft að miklu leyti í því að koma auga á tækifæri og nýta sér þau. Til dæmis við að hraða sölu og gera hana öruggari, betri nýtingu hráefna og gera þjónustuna hagkvæmdari. Viðskiptagreind og greining stórgagna getur líka hjálpað slíkum einstaklingum til að verð hæfari en áður.

Svo eru sumar tilhneigingar og hegðunarmynstur þess eðlis að nánast ómögulegt er að átta sig á þeim og greina nema með sérhæfðum tæknilegum aðferðum. Greining á slíku hefur fram á síðustu ár nánast einungis verið á færi stærri aðila en nú hafa tækifæri smærri aðila á þessu sviði aukist stórlega .

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)