Tjáningarfrelsið getur aldrei verið algjört. Eins og allt sem tengist frelsi þá á að draga mörkin við það sem fólk tjáir sig um í þeim tilgangi að meiða aðra einstaklinga. Slíkt getur leitt til sjálfsvíga og annarra voðaverka sem hafa ekkert með skoðanaskipti eða rökræðu að gera.

Áhættu- og öryggisverkfræðingurinn Sóley Kaldal fjallar um fordóma og þröngsýni í grein sinni „Þegar óttinn nær fótfestu“ í netmiðlinum Kjarnanum. Þar fjallar hún um það hversu móttækilegt fólk er fyrir óttanum. Sóley segir þá orðræðu sem ákveðin öfl hér á landi mati sig nú við ali á ótta í garð minnihlutahópa á borð við múslima. Nái óttinn fótfestu geti það haft alvarlegar og langvarandi afleiðingar. Sóley segir að þeir sem óttist múslima munu ekki breyta þeirri skoðun sinni með upplýstri umræðu um málið. Þá spyr hún hvort til séu öfl sem sjái ávinning í ótta.

Ekki opna Pandóruboxið

Sóley skrifar: „Það er vond nýting á tjáningarfrelsinu ef það er notað til að „opna umræðu“ líkt og pólitískt Pandórubox sem einungis stuðlar að því að hatur og illska velti út. Óttaviðbrögð sem valda jaðarsetning minnihlutahópa eru sjálfskapandi spádómur. Ef þú nálgast fólk með hatri og heift, stóraukast líkurnar á því að þú fáir það til baka.“

Það er engu líkara en að Sóley hafi aldrei heyrt minnst á átakafælna kurteisi. Slík kurteisi byggir á ótta.

Þessi staðhæfing Sóleyjar bítur sjálfa sig auðvitað í rassinn því hún er að banna sjálfa sig. Það minnir á gamla spakmælið: „Ekkert er með öllu víst, þar með talið þetta“.

Hver er tilgangur skrifa Sóleyjar? Eru skrif hennar sem öryggis- og áhættuverkfræðingsins um að gera ekki neitt undirróður? Hver er raunverulegur tilgangur þess að gera ekki neitt?

Ertu hræddur?

Sumir eru einfaldlega svo óttaslegnir og átakafælnir að þeir þora ekki að hefja samtöl og bregðast svo að lokum við viðbrögðum eins og á þá sé ráðist. 

Annað dæmi um átakafælna kurteisi er dæmi Sóleyjar um orðræðuna kaþólikka í Bandaríkjunum og mismunun kaþólikka á grundvelli trúar þeirra í byrjun 20. aldar. Sóley segir Bandaríkjamenn ekki hafa farið í samfélagslegt stórátak í dreifingu upplýsinga um eðli og fræði kaþólsku kirkjunnar, kaþólikkar hafi flutt inn í landið í miklum mæli í kjölfarið. 

Í þessu tilviki hafi verið jákvætt að stunda átakafælna kurteisi.

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)