Þrátt fyrir reglubundna spádóma um endalok rótgróinna fjölmiðla (prentmiðla, útvarps og sjónvarps) og breytinga á efni frétta þá virðast þeir enn lifa þokkalegu lífi. Nýverið hefur verið sýnt fram á að útvarpið virðist enn nokkuð sprækt. 

Í könnun bandaríska bankans Morgan Stanley sem gerð var í nóvember í fyrra en var send viðskiptavinum hans nýlega kemur fram að meirihluti þátttakenda hlustaði á útvarpsstöðvar sem senda út á stuttbylgja (86%) og nýttu sér netveituna YouTube (62%) við neyslu á afþreyingu.  Mun færri notfærðu sér útvarpsstöðvar sem senda út á netinu, á borð við Sirius XM (19%) og tónlistarveitur eins og Spotify (13%). 

Flestir þeirra sem þátt tóku í könnun Morgan Stanley hlusta á útvarpið í bílnum og er það talin ástæða þess að boðleiðin lifir ágætis lífi.  Á sama tíma nýta þeir sér netveitur á borð við Spotify og YouTube þegar þeir eru að leita að tilteknu efni, svo sem ákveðnum tónlistarmönnum eða lögum. 

Skemmst er að minnast þegar 365 miðlar hættu útsendingum á BBC World Service um mitt ár 2014. Almenningur var ekki lengi að láta í sér heyra. Í kjölfarið náði Vodafone á Íslandi samning við BBC um að setja stöðina aftur í loftið hér á landi þar sem fólk vill fylgjast með því sem er að gerast. 

Cohn & Wolfe hefur áður fjallað um málið og bent á að fjölbreytni er af hinum góða. Það skýrist ekki síst af því að þegar einn fjölmiðill sefur á verðinum þá er annar vakandi. 

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)