Elon Musk, stofnandi og forstjóri bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla Motors, breski eðlisfræðingurinn Stephen Hawking og fleiri vísindamenn og frumkvöðlar hafa ritað nafn sitt á opið bréf þar sem þrýst er á mikilvægi þess að setja reglur um gervigreind. 

Musk og Hawking eru ásamt fleirum í samtökunum The Future of Life Institute (skammstafað FLI). Þau eru með aðsetur í Boston í Bandaríkjunum og voru stofnuð í mars í fyrra en þeim er ætlað að vara við neikvæðum áhrifum nýrrar tækni á samfélag manna, þar á meðal gervigreindar. Samtökin hafa mælt fyrir um að reglur verði settar um þróun og notkun gervigreindar. Verði það ekki gert gæti meiri hætta stafað af gervigreind en kjarnorkusprengjum. 

Á meðal annarra í samtökunum eru Jaan Tallinn, annar stofnenda Skype og leikararnir Alan Alda og Morgan Freeman.

Í opnu bréfi samtakanna, sem breska dagblaðið Financial Times fjallar um á vef sínum, eru viðraðar áhyggjur af sjálfvirkni véla og áhrifa þess á atvinnulíf. Það sem þeir sem ritað hafa nafn sitt undir bréfið taka þar jafnframt undir áhyggjur af því að gervigreind geti orðið hæfari en skaparar þeirra

Af þeim sökum verði að beina sjónum að hagkvæmni gervigreindar og því góða sem hún getur leitt af sér á borð við myndgreiningu og talgreina en draga úr neikvæðum áhrifum hennar á samfélag manna sem geti birst í auknu atvinnuleysi. 

Í bréfinu segir orðrétt: „Gervigreindarkerfin eiga að gera það sem við viljum að þau geri.“

Við hjá Cohn & Wolfe erum sérfræðingar á sviði boðmiðlunar og vinnum eftir stefnulegri áætlun. Vinnan grundvallast á samskiptum, sköpun og samvirkni. Getur gervigreind komið í stað skapandi hugsunar?

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)