Erfitt getur verið að vinna með þeim sem þolir enga vitleysu. Jóni Steinari Gunnlaugssyni er sama um skoðanir annarra enda er hann sannfærður um ágæti eigin skoðana.

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómari við Hæstarétt, gaf út sögu sína sem lögmaður og dómari nú fyrir jólin og hafa bæði Jón og hún fengið heilmikla umfjöllun í fjölmiðlum. Bókin heitir Í krafti sannfæringar. Í henni kemur Jón Steinar inn á bæði fjölda mála sem komu til kasta Hæstaréttar og innanbúðarmál í Hæstarétti. 

Karl Th. Birgisson, ritstjóri netritsins Herðubreið, skrifar vel stílaðan og skemmtilegan ritdóm um bókina undir fyrirsögninni „Bráðnauðsynlegur besserwisser: „Virðist hann stundum telja sig óskeikulan.“

Gleraugu Cohn & Wolfe

Þegar ritdómurinn er lesinn með gleraugum sérfræðinga Cohn & Wolfe, aðferðafræði fyrirtækisins notuð til að rýna í bók Jóns og skrif Karls, kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Hér að neðan má sjá tvo aðskilda þætti sem hver um sig inniheldur nokkur atriði. Öll bera þau af sama brunni.

Í ritdómi Karls er athyglisvert þegar hann fjallar um þá sem telja Jón Steinar yfirgangsaman frekjuhund og það hvernig hann hefur alltaf rétt fyrir sér. Með öðrum orðum að Jón Steinar er einlæglega sannfærður um ágæti eigin skoðana. 

Við lesturinn er ágætt að hafa í huga skilgreininguna á móðgun. Hvað er móðgun? Hver móðgast og hvers vegna? Það hvað hver segir og hvernig er skilyrðislaust háð því hversu viðkomandi (sendandi skilaboða) er tilbúinn svörunar. Ergó: svörunin er forgangsmál, ekki spurningin (upphaf samskipta hefur minna vægi en endalok þeirra)

Í tilviki Jóns Steinars er það þá spurningin um það hversu tilbúinn lesandi/fólk sem vill ekki vinna með Jóni er til að meta, taka á móti og svara skilaboðum. 

Áhugavert 1 úr ritdómi Karls Th. 

  •  „[Jón Steinar] hefur lengi verið óragur við að halda fram óhefðbundnum skoðunum, þótt óvinsælar séu, ef hann telur þær réttar og getur rökstutt þær. Við þurfum fleira fólk en ekki færra af því tagi. Þess utan er hann húmoristi og það veit almættið að nóg er af hinni tegundinni í opinberri umræðu.
  • Að því sögðu er þetta næstum óhjákvæmileg niðurstaða: Bók hans (Í krafti sannfæringar – Saga lögmanns og dómara (Almenna bókafélagið)) er skyldulesning hverjum þeim sem lætur sig samfélagið nokkru varða. Eða bara þeim sem hefur gaman af vel skrifuðum texta.
  • Að því sögðu líka er þetta óhjákvæmileg viðbót: Bókin er ein samfelld útlistun á því hvernig Jón Steinar Gunnlaugsson hefur alltaf rétt fyrir sér…“

Áhugavert 2 úr ritdómi Karls Th.

  • „Lesandinn tekur hins vegar eftir því, að Jón Steinar virðist aldrei leita skýringa hjá sjálfum sér. Hann lítur svo á, að gagnrýni hans (stundum mjög óvægin) á störf réttarins hafi ein og óstudd skapað þessa óvild. Er sennilegt, að málefnaleg gagnrýni ein og sér verði til þess að gamlir kunningjar og vinir snúist gegn honum einn af öðrum í að því er virðist algerri fyrirlitningu? Eru aðrar skýringar tiltækar?
  • Er mögulegt til dæmis, að Jón Steinar Gunnlaugsson sé yfirgangssamur frekjuhundur? Það er ekki óþekkt meðal þeirra sem eru einlæglega sannfærðir um ágæti eigin skoðana og nenna ekki að eyða tíma sínum í það sem þeir telja hreina vitleysu.
  • Jón Steinar þarf ekki einu sinni að vera frekjuhundur til þess að þetta sé ein skýringin. Það nægir að aðrir upplifi hann þannig – jafnvel með röngu. Hann þarf ekki annað en að virðast úr hófi fram óbilgjarn eða „ákveðinn“ aðeins of oft til þess að fólk bregðist við og hafi ekki áhuga á að vinna með honum. Það gildir um dómara ekki síður en aðra.
  • Hver sem skýringin er, þá mat Jón Steinar stöðu sína þannig að nauðsynlegt væri að láta óvenjuleg meðmælabréf fylgja með umsókninni um dómarastarfið. Í þeim bréfum var ekki lýst hæfni hans, þekkingu eða reynslu sem lögmanns. Nei – þau voru bevís upp á að hann væri yfirleitt í húsum hæfur.
  • Einhverjir vilja kannski afgreiða þetta allt saman sem paranoju Jóns Steinars eða ranga „upplifun“ hans – ímyndun jafnvel. Það er rangt.“

Vangaveltur

Af frásögn Jóns Steinars má ráða að fólk er ákveðið að hafa ekki áhuga á því að vinna með honum því hann er ákveðinn í að hlusta ekki á neina vitleysu.

Fólk hópast saman í ákveðið mengi vegna þess að það heldur að þar sé hægt að fá huggun. En það er yfirgangssemi og ósjálfstæði. Yfirgangssamir nærast á öðrum og eru svo ósjálfstæðir að þeir þyrpast saman í ákveðið mengi. Þar er enga huggun að finna. 

Í heimsku sinni (hér átt við að vera heimakær með þröngt hugarfar) vill það ekki vinna með Jóni Steinari. Í fyrsta lagi stendur hann utan við mengið. Í öðru lagi sér fólkið ekki kostinn sem felst í frelsinu. En þessi „skoðun“ þyrpingarinnar á Jóni endurspeglar hvernig það er sjálft og lætur móðgast ef því er bent á veikleikan. 

Móðgun fjallar ekki um sendanda. Hann getur ekki ráðið viðbrögðum þess. Fólk lætur móðgast. Það er ekki mál sendanda skilaboðanna nema hann sé ekki tilbúinn til frekari samskipta við þá sem láta móðgast. Það er grundvallarmál. 

Jóni Steinari er auðvitað alveg sama því hann er sjálfum sér nægur, sannfærður um eigin skoðanir, og stendur fyrir utan mengið ásamt þeim sem gera hið sama. 

Hafðu svo þetta í huga!

Það er engin leið að breyta sannfæringu manns. 

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)